Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 68
48 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA i fyrir 1350; á ekki heima í Síurl- ungu). í þessu yfirliti hef ég tekið upp álit Jóns Jóhannessonar um aldur og höfunda sagnanna. Með þessu merka verki hafa allir sem að útgáfunni stóðu, og ekki sízt Jón, áunnið sér þakkir og lof fræði- manna. Mun þessi Siurlunga taka sess á hillum fræðimanna og bóka- safna við hlið hinna merku verka Guðbrands Vigfússonar og Kr. Kalunds, og standa þar um langan aldur. Landnámabók íslands, gefin út af Einari Arnórssyni og kostuð af Ragnari Jónssyni (Helgafell 1948) er í stóru fjögra blaða broti, eins og Brennunjálssaga og Gretiissaga, en verður þó tæplega talin með þessum skrautútgáfum, þótt pappír sé góð- ur, band ágætt, og kortin mörg og mikil (allt landið á 12 blöðum). Útgefandi hefur sýnilega ætlað henni að verða nákvæmri vísinda- legri útgáfu af þessu fræga undir- stöðuriti í íslenzkum fræðum, og lítt hirt þótt hann þyrfti að spilla síðum bókarinnar með leturbreytingum til þess. Til þess að ná þessum tilgangi sínum prentar hann einskonar harmoníu af fjórum landnámabókar-gerðum: Siurlubók, Hauksbók, Melabók og Þórðarbók, og svo sem flestir útgefendur notar hann Siurlubók fyrir aðalhandrit, en þó ekki án alvarlegra breytinga. Finnur Jónsson hafði gert slíkt hið sama í síðustu útgáfu sinni af Land- náma bók og tilfært orðamun hinna handritanna neðanmáls. Jón Jó- hannesson dæmdi þá útgáfu allhart, kvað hana hafa orðið upphaf meira misskilnings en skilnings á hand- ritunum og samhengi þeirra. Þetta mun Einar Arnórsson hafa ætlað að láta sér að kenningu verða og því tekið það ráð, sem er heldur óvenju- legt í svona ritum, að taka allar breytingar handritanna upp í les- málið og merkja þær þar. En þetta er hægra sagt en gert. Minnstur er vandinn, þar sem öll handrit hafa sömu grein, lítið eða ekki breytta. Þá prentar E. A. grein- ina með merkjum allra handritanna að yfirskrift. Vandinn er heldur ekki svo mikill, þar sem hvert hand- rit hefur sinn texta ólíkan öllum hinum. Þá prentar E. A. textana í röð hvern á fætur öðrum. Verst er þar sem handritin hafa sama text- ann meira og minna breyttan. Þá reynir E. A. að hjálpa sér með ská- letri og svigum, en niðurstaðan verður allt annað en skýr. Kveður svo rammt að þessu á stundum, auk annara yfirsjóna í meðferð textans, að Jón Jóhannesson hefur orðið að gefa þessari útgáfu hér um bil sama vitnisburð og útgáfu Finns: að hún væri óhæf til fræðimannlegra rann- sókna. Og tæplega er þá hætt við að leikmenn fari að lesa hana sér til gamans. (sjá ritdóm í Tímariii Máls og menningar, Desember 1948). í formála ræðir E. A. fyrst rit um landnám fyrir daga Styrmis fróða, þá Landnámabók Styrmis fróða, síðan bók Sturlu Þórðarsonar, bók Hauks Erlendssonar, þá Skarðsár- bók og loks bók Þórðar prests Jóns- sonar. Um gerðir Landnámabókar fylgir Einar að mestu skoðunum Jóns Jó- hannessonar (Gerðir Landnámabók- ar, Rvík, 1941). En 1 einu aðalatriði er hann á öðru máli: hlutdeild Ara fróða í Landnámu. Hann leggur eng- an trúnað á sögu Hauksbókar, er k
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.