Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Page 98
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA undantekningum þess, og það er það sem þér bjargar, auk annars. Fyrir mörgum árum kom kvæði í ísl. blöðunum hér, það var nefnt „Nótt“ eða „Kveld“, framúrskarandi botnleysa um næturfrið og fegurð, í uppspentum glæsiyrðum. Það var aíbragð! Ég hló mig himinglaðan yfir því, einkum af því ég skildi þegar, að ekki var í alvöru kveðið, heldur „stæling“, skopmynd af skáldskap annars manns sem þann- ig kveður. Ekki vissi ég höfund. Hann dulnefndi sig. Löngum tíma síðar átti ég stundarviðtal við mann, sem ég aldrei hafði kynst. Vissi að hann hafði yndi af kveðskap og fékst eitthvað við það, en þekti ekk- ert eftir hann, en fanst hann kunna betri skil á slíku, og langt fram yfir það sem gerist. Af hendingu, mint- ist ég á þetta kvæði, og hældi því frá mínu sjónarmiði, sem snildar háði. Hann fór að hlæja. Þetta var höf. sjálfur! Þó ekki vissi ég um. Ég gat þess, að ég hefði átt tal um kvæðið við nokkra, sem ekki hefðu séð þar nema góðan skáldskap, og hælt því. Þá kom það upp að hann hafði grenzlast eftir áliti ýmsra á kvæðinu, látið það berast í tal, eins og af hendingu og hlutlaust, við þá sem ekki vissu að hann átti það, og víða fengið sömu niðurstöður og ég. — Fyrir löngu síðan, las ég fyrirlestur eftir ensku-kirkjuprest, vel metinn. Minnir hann héti Ritchardson. Veit annars ekkert um hann. Hann var að reyna að koma alþýðu í skilning um ágæti enskra ljóða, hversu mikils þeir færu á mis, sem færu als þess neðan-garðs. Ég man niðurlagsorðin næstum því að efni til. Þau voru hér um bil þessi: Samkvæmt trú okkar er himnaríki fegurð og fögnuður. En oft kemst ég í vanda, að hugsa mér hvaða er- indi þeir menn eiga inn í þetta himnaríki, þeir sem aldrei hafa opn- að augun hér í heimi, fyrir fegurð- inni í skáldskapnum okkar! Mér fanst þetta feitt — af presti! Ef til vill meigum við samt vera þakklát, að einhverjir hafa ánægju af, jafnvel ljóðabullinu, það er þó tilhneiging til einhverrar listar, og eitt er víst, að hlutfallslega eiga þó íslendingar, jafnvel Vestur-ísl. „erindi inn í himnaríki“, fram yfir fjölda annara, sé farið eftir orðum enska prests- ins. — Viðvíkjandi „Björgu á Bjargi“: þegar einveldið og bændaánauðin komst á í Danmörku, voru leigu- liðar keyptir og seldir með jörðun- um, eins og á Rússlandi fram á mína daga. Á íslandi lá nærri að þetta kæmist á, á Suðurnesjum, kring um Bessastaði, þar sem Dana- stjórn átti aðsetur. Náði aldrei til Norðurlands sökum ógreiðrar að- stöðu. Á Nesjunum voru bændur skyldir að vinna lénsdrotni, hvenær og hvað sem kallað var til, og án endurgjalds. Landstjórar oft dansk- ir, eða leigðu íslendingum valdið. Oft voru þessir herrar alþýðunni, illir, ísl. líka, og óþokkaðir af al- menningi. Munnmælasaga var til heima, sem ég heyrði: að eitt sinn hefðu tveir synir sömu konu drukn- að í á, með einum þessum lands- drotni, en hún svaraði til, þegar hún var aumkvuð, að glöð legði hún þá í sölur, fyrst hirðstjórinn hefði far- ist. Ekki veit ég hvort, nokkur rituð rök, eru til, fyrir þessu, og séu þau til, kann sú saga að vera alt öðru- vísi. En þarna er öll aðfengna á- tyllan mín, fyrir kvæðinu. Alt ann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.