Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Qupperneq 116
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLApS ÍSLENDINGA
Þess mætti geta hér að Vilhjálm-
ur skrifaði merkilega grein rétt
eftir aldamótin og birti í ritinu
„Poet Lore“, sem gefið er út í
Boston. Var greinin til þess skrifuð
að sýna hvernig ort væri á íslenzku
— og sérstaklega til þess að sýna
stuðlana og höfuðstafina. í henni
var þessi vísa sem dæmi. Ég held ég
muni hana rétt. Hún er svona:
“Andy found the flute had sounded
False, and ground his teeth in rage,
While the hound with hope
unbounded
Hopped around the barren stage.”
Vilhjálmur orti ekki þessa vísu
sem skáldskap, en hann sýnir það
þar hversu vel hann skildi íslenzka
ljóðagerð.
Þá er einn flokkur vestur-ís-
lenzkra skálda enn, sem ekki hefir
verið minst: Það er fólk sem flogið
gat fram og aftur, var jafnvígt á
báðar hendur, gat ort hvort sem
vera vildi á íslenzku eða ensku og
þýtt viðstöðulaust af öðru málinu
á annað. Meðal þeirra má telja þá,
sem hér segir: Prófessor Skúla
Johnson, Prófessor Richard Beck,
Paul Bjarnason, Láru Goodman
Salverson, Jakobínu Johnson, Dr.
Gísla Gíslason, Erlend G. Gíslason,
Sigurð Sigvaldason, séra H. J. Leo,
séra Runólf Fjeldsted.
Paul Bjarnason mun vera eini
maðurinn nú lifandi, sem þýðir
þannig af íslenzku á ensku, að
stuðlar og höfuðstafir halda sér.
XII.
Hér koma að lokum þýðingar af
kvæðum tveggja skáldanna, sem
sem eru tilnefndir í kaflanum næst
á undan.
Dýru verði keypt
Eftir Christopher Johnston
í kvöld ég kann ei lag;
mig kvelur sálræn þraut,
því ónýtt þref og þjark í dag
mig þreyttan rænti hverjum brag —
þeim fáu’, er fyr ég hlaut.
Sem fugl, er enginn ann,
ég einn að sorgum bý,
með brotinn væng og bjarma þann,
er brann í auga, sloknaðan
og hjartað breytt í blý.
Þó græddi ég gull í dag.
— Já, græddi aldrei meir —
en galt í staðinn lífs míns lag:
Það lífsjörð minni breytti í flag,
og öllu gulli í eir.
Vængir næiurinnar
Eftir Christopher Johnston
Á sólvængjum morguns að svífa
til sælu — ég kýs mér ei þrótt.
En þagnvængir þínir mig hrífa,
ó, þögula, friðsæla nótt.
Þar mánans og stjörnulog streymir
ég stöðugt vil berast í frið.
Þar blæguðinn blíðlega dreymir
í blundi, við ljósöldu hlið.
Já, eða sem barn meðal blóma,
sem blunda við lækjarins nið
í dýrðlegum daggtára ljóma
ég dreymandi leita að frið.
Ó, nótt! Gef mér sál þinnar sálar,
og síbjarta stjarna, þinn eld,
svo líf mitt um lífsbrautir hálar
sé ljósinu’ og skyldunni seld.
Heimspeki ivííugs manns
Eftir Vilhjálm Stefánsson
Á sál mína leitar kend í kvöld,
sem kærleikur skaparans