Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Side 136
116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
brot hér. Þessir yfirburSir eru því miöur
óðum að tapast. Frændur okkar, Skotar,
heftSu haldiö betur á. sinu, ef þeir heföu
átt sitt sérstaka og sameiginlega móöur-
mál og aörar eins bökmenntir á því eins
og við Islendingar. Þjóöræknisfélagið þyrfti
að koma ungu fólki af íslenzku kyni i
skilning um það, að hér getur þaö varla
talist dyggð gagnvart hinu nýja fóstur-
landi að afneita menningararfi feðra sinna,
þótt það teljist vottur um þjóðhollustu I
einræðisríkjum að ofurselja foreldra slna
I böðla hendur, ef svo stendur á.
Sem betur fer eru íslendingar hér vest-
an hafs nú að koma upp háborg íslenzkrar
menningar I Vesturheimi, þar sem er
kennarastóllinn I íslenzkum fræðum við
Manitoba-háskóla. Sú háborg verður að
komast upp og standa, þótt Islenzkan
hverfi sem mælt mál meðal almennings,
en æskilegast er, að Islenzkan lifi sem
lengst á tungu fólksins, svo að kennara-
stóllinn verði ekki eins og „kirkja á öræfa-
tind".
Sú þjóð, sem nú byggir ísland, telur
ekki nema helming þess mannfjölda, sem
drepinn var I loftárásunum á Dresden á 24
klukkustundum, samkvæmt því, sem ég
las I nýju hérlendu læknatímariti. Samt
sem áður myndi ásýnd menningarinnar I
heiminum breytast og verða svipminni, ef
íslenzka þjóðin væri þurrkuð út. Það er af
þvl, að íslendingar eiga sérstæða og sjálf-
stæða menningu og hana eiga þeir fyrst
og fremst því að þakka, að I tæka tlð
voru uppi menn, sem skráðu sögur fyrstu
kynslóðanna I landinu. Ég trúi þvi, að
amerísk menning eigi mikla framtíð fyrir
sér, en þó því aðeins, að ekki sé kastað á
glæ minningunni um landnám og lifsbar-
áttu fyrstu kynslóða hvítra manna hér I
álfu. Það er skylda fólks af íslenzku kyni
og þá Þjóðræknisfélagsins fyrst og fremst
að varðveita frá glötun allar leifar hins
íslenzka landnáms hér og leggja með þvl
fram íslenzkan skerf til framtíðarmenn-
ingar Vesturheims. Til þess þarf að bjarga
öllu þvl, sem bjargað verður viðvlkjandi
lífi og starfi landnemanna og fyrstu kyn-
slóðanna, ná myndum af þeim, upplýs-
ingum um ætterni þeirra og ættartengsli
við gamla landið, sögum af afrekum þeirra
og séreinkennum. Nú á sú villimennska sér
stað meðal íslendinga hér I álfu, að ljós-
myndum af landnemum og fágætum, dýr-
mætum bókum á íslenzku er ýmist brennt
eða þeim hent út á sorphaug. Merkur
maður hér skýrðl mér nýlega frá þvl, að
hann hefði fundið fágætar, Islenzkar bæk-
ur á sorphaugnum utan við bælnn, sem
hann býr I. Mér var einnig skýrt frá þvl,
að við dauða eins íslendings, sem ára-
tugum saman hafði safnað bókum, blöð-
um og tímaritum, hefði öllu safni hans
verið brennt, af þvl að það var stórt fyrir-
ferðar. Þjóðræknisfélagið verður að fá
góða menn I hverri íslendingabyggð til að
bjarga þvl, sem hægt er, af gömlum bók-
um og gömlum ljósmyndum, að ég nú ekki
tali um kirkjubókum úr söfnuðum Isiend-
inga. Sama er að segja um gömul íslenzk
örnefni, sem fullt er af, einkum I Nýja-
íslandi. Það eru slðustu forvöð með margt
af þessu, en betra er seint en aldrei.
Hér vestra er margt ágætra Islendinga,
en það þarf að skipuleggja og samræma
krafta þeirra I þessum tilgangi og það
verður Þjóðræknisfélagið að gera, annars
verður það ógert. Til þess þarf auðvitað
fé, en það ætti að vera auðfengið ef viljann
vantar ekki. Bláfátækir landnemar sam-
einuðu krafta slna þegar á fyrstu árunum
til þess að koma sér upp kirkju I hverri
sveit, launa presta og gefa jafnvel út blöð
og tímarit. Ef allar þær þúsundir manna
af Islenzku kyni, sem nú búa I þessari
heimsálfu, fást ekki til að leggja fram
nokkur þúsund dollara árlega til þess að
bjarga íslenzkum menningarverðmætum
frá glötun og leggja með þvl stein I fram-
tíðarbyggingu amerlskrar menningar, þá
eru þeir ættlerar, lélegir synir feðra sinna
og ennþá lélegri feður afkomenda sinna.
Ég álít það höfuðnauðsyn, að Þjóðrækn-
isfélagið hafi fastan erindreka I þjónustu
sinni, sem ferðist um allar íslendinga-
byggðir, safni saman gömlum Islenzkum
Ijósmyndum og bókum, skrásetji merki-
legar frásagnir frá landnámsöldinni hér,
skrifi upp eða öllu heldur ljósmyndi allar
kirkjubækur, sem til eru, og reyni að hafa
upp á ættum þeim, sem komnar eru af
landnemunum. Það þarf að glæða áhuga
manna I hverju byggðarlagi fyrir þessu
og að sjálfsögðu hafa um þetta samvinnu
við fræðimenn á Islandi, þegar um er að
ræða ættfærslu eða annað, sem ræturnar
standa að þar heima. Ef þetta tekst, Þ&
mun Þjóðræknisfélagsins verða minnst
hér I landi öldum saman og nafn þess
verða skráð bæði I menningarsögu Islands
og Ameríku.
—0—0—0—
Ég get því miður ekki varið lengri tíma
til dvalar hér vestan hafs, þótt mér heföi
þótt vænt um að fá að mæta sem gestur
á ársþingi Þjóðræknisfélagsins. Ég vil ÞvI
biðja stjórn þess að koma á framfæri inni-