Hugur - 01.06.2010, Page 50

Hugur - 01.06.2010, Page 50
48 Vilhjálm urArnason slítur það úr tengslum við rökvit hans. Krafan um ábyrgð og heilindi snýst ekki um að færa rök fyrir athöfnum sínum heldur einungis um að gangast við þeim og axla á þeim ábyrgð. Höfuðkrafan er þá um samkvæmni; ekki um þá röklegu samkvæmni sem fylgir því að gera ekki undantekningu af eigingjörnum ástæðum fyrir sjálfan sig frá siðalögmáli sem skynsemin segir að eigi að hafa almennt gildi, eins og í tilviki Kants,21 heldur felst samkvæmnin í því að viðurkenna enga aðra ástæðu fyrir breytni cn eigið val og jafnframt að ég hlýt „að vilja frelsi annarra um lcið og ég vil eigið frelsi".22 Höfuðástæðan fyrir útfærslu Sartres á þessu atriði er í senn djúpstæð vantrú hans á siðferðilega rökræðu og misskilningur á megineinkennum hennar. Hann virðist telja að hefðbundin siðferðileg röksemdafærsla hljóti að fela í sér skírskot- un til fyrirframgefinna verðmæta sem þar með geri frelsið og ábyrgðina að engu. Því að frelsið sé einmitt fólgið í að viðurkenna að engin gildi eru til í heiminum heldur gefi ég honum gildi og merkingu með athöfnum mínum. I þessu samhengi líkir Sartre siðferðinu við listsköpun: En hefúr listmálari nokkurn tíma verið sakaður um að fylgja ekki fyrir- liggjandi reglum? Hafa menn nokkurn tíma sagt hvaða málverk hann eigi að mála? Auðvitað skapar málarinn ekki verk sem er skilgrcint fyrirfram heldur er verkið sem hann setur sér að skapa eitt og hið sama og verkið sem hann skapar. Auðvitað eru ekki til nein fyrirframákvörðuð listræn gildi, heldur gildi sem má sjá í samræmi verksins sjálfs, í tengslunum milli sköpunarvilja listamannsins og árangursins [...]. Hvernig snertir þetta siðgæðið? Við erum þar í samskonar sköpunaraðstæðum.23 Lykilorðið í þessum kafla er „fyrirfram". Ef ég geng fyrirfram út frá einhverjum gildum um siðferðilega breytni þá drepur það lífssköpunarferlið í dróma og ég staðna óheill og ábyrgðarlaus í hinu gefna og viðtekna. Þetta birtist afar slfyrt í bók Sartres um Jean Genet þar sem hið sjálfsprottna eða hikleysið [fr. spontanéité\ er upphafið sem kjarni frelsisins: „Um leið og ég velti því fyrir mér áður en ég stel hvort ég ætti að stela, þá aðgreini ég mig frá verknaðinum, ég er ekki lengur einn með honum; ég greini h'fsreglu athafnarinnar frá sjálfskynjun minni h'kt og þær væru tvö aðskilin fyrirbæri. [...] Þessi sértekning er kennd við göfgi og hún skemmir bæði athöfnina og manninn."24 Þetta er athyglisverður kafli sem sýnir að sú ígrundun, sem finnur sér farveg í umhugsun og rökræðu og er forsenda sjálfráða siðferðilegrar ákvörðunar að mati bæði Aristótelesar og Kants, er hjá Sartre skilin sem haft á hinn skapandi 21 Kant: Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytui, bls. 145 (424). 22 Sartre: Tilvistarstefhan er mannhyggja, bls. 37. Það er síðan sérstakt atriði í þessu að Sartre hvetur til þess að menn spyrji sig: „hvernig færi ef allir höguðu sé á þennan hátt?“ (bls. 56). Þetta virðist vera krafa af ætt Kants, en á þeim er mikilvægur munur, auk þess sem þessi krafa flækir mjög sam- líkinguna við listsköpun. Eg ræði þetta atriði í bók minni Farsælt líf, réttlátt samfélag (Reykjavík: Heimskringla 2008), bls. 233-236. 22 Sartre: Tilvistarstefnan er mannhyggja, bls. 80. 24 Jean-Paul Sartre: Saint Genet. Actor and Martyr, ensk þýðing Bernard Frechtman (New York: New American Library 1963), bls. 187.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.