Hugur - 01.06.2010, Síða 79

Hugur - 01.06.2010, Síða 79
Háleitfegurð 77 Samkvæmt þessu er fegurð eitt af frumefnum holdsins; fegurð er, eins og holdið, þessi skrýtni staður á milli sjálfsins og listaverksins, sjálfsins og náttúrunnar. Hin hefðbundna hugmynd um fegurð gerir ráð fyrir að fegurðarupplifunin sé fjarlæg og hagsmunalaus; vitundin er aðskilin frá viðfanginu og leggur dóm á form þess °g útlínur og þá ánægju sem þau vekja. En samkvæmt verufræði holdsins er þessi aðskilnaður vitundar og viðfangs ekki raunverulegur. Sú merking sem vitundin leggur í viðfangið, hvort sem hún er fagurfræðileg eða ekki, verður alltaf til á milli vitundar og viðfangs, í holdinu sem tengir sjálfið og listaverkið eða náttúruna. Eitt af því sem beindi athygli Merleau-Ponty einna helst að listamönnum og sköpun þeirra var áðurnefnd hugmynd margra listamanna um að heimurinn horfi a þá, að þeir hlusti á og meðtaki einhverja merkingu sem fjallið eða skógurinn tjái þeim. Samkvæmt Johnson er þessi hugmynd einmitt það sem einkennir upplif- unina af fegurð. Fyrir honum er það engin tilviljun að oft sé talað um ást á listum, ást á náttúrunni og ást á annarri manneskju á svipaðan hátt því að öll tilfellin tengjast á einhvern hátt ástinni á fegurð og hvetja okkur til þess að bera umhyggju fyrir og vernda þessa dýrmætu fjársjóði sem fylla h'f okkar merkingu.13 En hvers vegna berum við umhyggju fyrir listaverki, náttúrunni eða annarri manneskju? Rótin er eflaust sú að við lítum á listaverkið, náttúruna eða manneskjuna sem sjálfstæða tilvist sem færir okkur merkingu, sem horfir á okkur og talar til okkar a einhvern hátt. Þarna er kominn einn helsti kjarninn í hinu fyrirbærafræðilega fegurðarhugtaki: fegurðarupplifun felur í sér að opna sig fyrir hinum og hlusta, sjá og finna hver hinn er í raun og veru í stað þess að varpa eigin hugmyndum á viðfang fegurðarinnar og leitast þannig við að ná stjórn á því og eignast það. Til þess að kafa dýpra ofan í þessa hugmynd notar Johnson hugtakið fagur- fræðileg þrá (e. aesthetic desire). Hjá öllum þremur listamönnunum sem Merleau- Ponty fjall ar um, Cézanne, Klée og Rodin, voru tengslin á milli fegurðar og þrár mjög sterk, og hjá Merleau-Ponty sjálfum er þrá mikilvægur þáttur í allri tjáningu, hvort sem hún er Hstræn eða ekki. En í vestrænni hugsun allt frá Platoni til Sartre hefur ákveðinni hugmynd um þrá verið haldið á lofti sem gerir ráð fyrir að þrá sé alltaf á einhvern hátt neikvæð þar sem hún felur í sér löngun til að eignast, kom- ast yfir, stjórna og nota viðfang sitt. Þessi hugmynd hefur leitt til þess að tengslin milli fegurðar og þrár hafa verið útilokuð: þar sem fegurð á að vera hagsmunalaus °g fjarlæg er ekkert rými fyrir þessa neikvæðu þrá sem felur einmitt í sér hags- munina af því að komast yfir viðfang fegurðarinnar og nálægðina sem vitundin þráir við viðfangið.14 Merleau-Ponty hefur allt annan skilning á þrá en þessi hefð- bundna vestræna hugsun gerir ráð fyrir. í stað þess að fagurfræðileg þrá/þrá eftir fegurð feli í sér löngun til að hlutgera og komast yfir viðfangið, og varpa eigin merkingu á það, felur hún þvert á móti í sér að opna sig fyrir viðfanginu eins og það sjálft er; að opna sig fyrir hinum og taka á móti þeirri merkingu sem þar býr. Johnson vísar í þessu samhengi í hugmyndir Heideggers um upplifunina af feg- Urð, en Heidegger taldi að í hugmyndinni um hagsmunaleysi hafi Kant ekki átt Galen A. Johnson. 2009. Ihe Retrieval of the Beautiful: Thinking Through Merleau-Pontys Aesthetics. Evanston, Illinois: Northwestern University Press. Bls. 158. Sama rit, bls. 145-150.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.