Hugur - 01.06.2010, Síða 99
Verufrœði listaverksins
97
Þá má nefna tvö atriði sem minnst hefur verið á áður. Annars vegar er mið-
ill myndlistar ekki háður valdi myndlistarmannsins í jafnmiklum mæli og mið-
ill bókmenntaverks, þ.e. orðin, eða miðill tónlistarverks, þ.e. tónar eða hljómar.
Myndlistarmaðurinn ræður ekki algerlega við eðlisfræðilega eiginleika oh'unnar,
granítblokkarinnar eða pappírsins. Hann verður að sætta sig við að pappírinn
blotni og verpist, að óvæntir blettir komi fram í steininum sem höggvið er úr
o.s.frv. Tónskáldið hefur hins vegar tónana á valdi sínu, að minnsta kosti í mun
ríkari mæli en myndlistarmaðurinn, og getur raðað þeim saman eftir hentugleika.
Tónskáldið getur smíðað næstum hreina formgerð, sem þó er „óhrein" að því
leyti að formgerðinni verður að miðla með tónum sem taka á sig efnislega mynd,
þ.e. þegar tónn hljómar er um hljóðbylgjur að ræða, sem eru efnislegar. Að sama
skapi getur rithöfundur raðað saman orðum að vild, hann getur smíðað nokkuð
hreina formgerð sem að vísu er líka „óhrein“ að því leyti að orðin verður að skrifa
niður eða lesa upp, og formgerðin er að sjálfsögðu háð merkingu orðanna og
því að þeim sé raðað saman á þann hátt að þau myndi merkingarbærar einingar
(setningar).
Hins vegar gegnir sjónin ákveðinni sérstöðu á meðal skilningarvitanna að því
leyti að einstakir efnishlutir eru endurþekkjanlegir og samsamanlegir í sjónheim-
inum. BUndur maður getur að vísu myndað hugtök um stöðuga og endurþekkj-
anlega efnishluti, en hann styðst þá við þreifiskyn sem einnig getur myndað sh'ka
undirstöðu. Heyrnin, sem tónlist og bókmenntir eru byggðar á, getur hins vegar
ekki myndað hugtakakerfi er felur í sér endurþekkjanlega efnishluti, eins og áður
var minnst á. Rökin fyrir þessum fuUyrðingum eru of flókin til að rúm sé til að
tíunda þau frekar hér.
Nú má velta fyrir sér hvort sh'kur grundvaharmunur sé samt í raun á myndhst
annars vegar og tónlist og bókmenntum hins vegar. Þessi hstform virðast ekki svo
fjarskyld að um þvíh'kan grundvallarmun geti verið að ræða. Er það ekki form-
gerðin sem einnig skiptir meginmáli í myndlist? Þetta gæti sérstaklega átt við
um myndlist sem framleidd er í mörgum eins eintökum af listamanninum, t.d.
grafíklistaverk, afsteypur eða tréristur sem nota má í takmarkaðan fjölda mynda.
Tökum dæmisöguna sem minnst var á að framan um að tækni sé fundin upp er
gerir kleift að fjölfalda myndlistarverk eins og Mónu Lísu á svo fullkominn hátt
að engin leið sé að greina á mihi frummyndarinnar sem Leonardo málaði pers-
ónulega og eftirhkingar hennar. Við gætum haft eintök af Mónu Lísu í stofunni
heima hjá okkur og bærum ekkert meiri virðingu fyrir frummynd Leonardos
en sh'kum eftirlíkingum. Væri slíkt hugsanlegt? Ég haUast að þeirri skoðun að
hið innsta eðli myndlistarverks feUst í formgerð, engu síður en eðU tónlistar- eða
bókmenntaverks. Að vísu er ólíklegt að við bærum ekki meiri virðingu fyrir frum-
myndinni af Mónu Lísu en mjög fuUkomnum eftirh'kingum jafnvel þótt dæmi-
sagan væri sönn. En er það vegna eðlis listarinnar? Ég held að það sé frekar vegna
tilhneigingar okkar til að bera sérstaka virðingu fyrir hlut sem vitað er að sjalfur
Leonardo skapaði með pensli sínum, hann blandaði sjálfur oh'ulitinn af sérstakri
natni, hlut sem hann hefiir snert og var einstaklega annt um. En þessi virðing á sér
kannski aðrar rætur en í listinni sjálfri. Hún á sér kannski frekar rætur í virðingu