Hugur - 01.06.2010, Side 118
n6
Sigrtður Þorgeirsdóttir
ýsískra heimspekinga eða heimspekinga framtíðar, en hugsun þeirra er afsprengi
samspils hugar og líkama. Fæðing er myndhverfing fyrirbæris þar sem koma sam-
an unaður og þjáning. I þessu ferli er maður gefinn náttúru á vald og ofurseldur
henni. Nietzsche tekur þessa reynslu, sem konur hafa einar aðgang að, og yfirfærir
hana á mynd sína af hinum díónýsíska heimspekingi.39 Hann áréttar ekki ýmsa
þætti tengda þessari reynslu í þeirri mynd sem hann bregður upp af henni, eins
og t.d. tengsl og umhyggju. Að því leyti sem þessi mynd miðast við einstakling-
inn (án tillits til tengsla hans við aðra) er áherslan á sjálfstengsl sem einkennast af
útrás og vímu. Víma (þ. Rauscti) er hugtak sem er algengt í síðskrifum Nietzsches
um fagurfræði sem hann gaf yfirskriftina „lífeðlisfræði listarinnar". Víma er skil-
yrði þess að skapa eitthvað. I vímu er maður svo að segja heltekinn. I þessu ástandi
innblásmrs (sem má ekki rugla saman við vímu fyrir tilstuðlan deyfi- eða eitur-
ly^a, eins og hversdagsleg merking orðsins gefur tilefni til að halda) fær maður
öðruvísi sýn á veruleika sinn á þann hátt að viðteknum merkingum og birting-
armyndum hans er umturnað. Víman gerir manni kleift að endurheimta „villta
veru“ (fr. étre sauvage), svo gripið sé til hugtaks Merleau-Ponty, villta veru sem
er undirliggjandi í hugmyndum okkar um náttúruna.40 Víma er fyrir Nietzsche
ástand þar sem umbreyting hugmynda og birtingarmynda verður möguleg vegna
þess að þetta ástand er nánd við náttúru. Með talsmáta fyrirbærafræðinnar má
segja að vímureynslan geri manni kleift að upphfa h'kamnaða reynslu sem hefúr
gleymst. I riti sínu Mannlegt, alltof mannlegt talar Nietzsche um þessa reynslu
sem það að gleyma vísindalegum slfyringum náttúrunnar í því augnmiði að fá
aðgang að órökvæddum hliðum tilveru okkar. Hið órökvísa (þ. das Unlogische),
skrifar hann, er manneskjunni nauðsynlegt. Hinn rökvísasti maður hefúr af og til
þörf fyrir „náttúruna" og það merkir að komast í tengsl við órökvísa afstöðu til
hlutanna.41
Þegar náttúran er hér skilgreind sem „órökvís" þá merkir það að reynsla af
henni feh í sér að mæta því sem er vitsmununum „annað“, það er að mæta hinu
óvitsmunalega. Það getur verið það sem er kaótískt eða óreglubundið, en það
þarf ekki að vera það. Nietzsche var mjög áhugasamur um þá staðreynd að það
eru alls konar taktföst eða rytmísk ferli í náttúrunni sem við kennum á í gegnum
líkamleg ferli eins og svefn og vöku, vöxt og hrörnun. Allt þetta eru skilyrði sem
setja h'fi okkar sem náttúrulegra vera skorður. Þrátt fyrir það að Nietzsche hafi
skilgreint manninn sem dýrið sem er enn „óskilgreint",42 þá var honum það einnig
umhugsunarefni að nútímamaðurinn væri að ofgera sér með möguleikum sínum
til að móta eigin náttúru í krafti vísindalegrar og tæknilegrar nálgunar á nátt-
úruna. Þessi nálgun felst ekki einasta í því að hlutgera náttúruna, heldur einnig,
og það var honum sýnu meira áhyggjefni, í ásókn eftir að reikna út og sigrast á
39 Sjá Sigríður Þorgeirsdóttir, „Nictzsche’s Plúlosophy of Life“, í R.M. Schott o.fl. (ritstj.), Birth,
Death and Femininity. Phitosophies ofEmbodiment (Bloomington: Indiana University Press, 2010),
157-210.
40 Sjá Maurice Merleau-Ponty, The Visible and the Invisible (Evanston: Northwestern University
Press, 1968).
41 Friedrich Nietzsche, Menschliches, Allzumenschliches I, §31, KSA 2,51.
42 Friedrich Nietzsche, Handangóbs og ills (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1994), i8x.