Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 124

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 124
122 Guðmundur Heiðar Frímannsson sammæli. Svarið við þeirri athugasemd er að stundum er viðeigandi að leita sátta og sammælis, þetta á sérstaklega við þegar rætt eru um samfélagsmálefni af öllu tagi. Sama á líka stundum við um siðferðileg efni. En það er rétt að benda á að í rannsóknum á siðferði og samfélagi eigum við kost á að komast að niðurstöðum sem kunna að vera sannar. Sammæli getur ekki verið markmið rannsókna heldur sannleikur. Víðsýni og að vera reiðubúinn að breyta eigin skoðunum í ljósi nýrra raka er kjarnaþáttur hugarfars gagnrýninnar hugsunar en þetta eru fjórði og fimmti þátt- urinn sem voru nefndir hér að ofan. Það ber stundum á því að fólk skilur ekki hvað átt er við þegar sagt er að maður nálgist viðfangsefni með opnum huga. I daglegu lífi nálgumst við viðfangsefni með margvíslegum hætti. Ef ég sæti í samninganefnd fyrir verkalýðsfélag og semdi um kaup og kjör væri markmið mitt að ná eins hagstæðum samningum fyrir umbjóðendur mína og mögulegt er. Hagsmunir annarra verkalýðsfélaga og samfélagsins setja allri slíkri viðleitni mörk en innan þeirra marka er mér heimilt að sækja eins fast og mögulegt er. Það er engin þörf á því að sýna sjónarmiðum atvinnurekenda skilning nema það þjóni þeim hagsmunum sem ég held fram. En það á annað við ef við leitum skilnings á einhverju. I rökræðum um skilning á einhverju viðfangsefni legg ég fram mínar ástæður fyrir því að líta það þeim augum sem ég geri, svara spurningum um þær ástæður og þeim efasemdum sem fram koma. I rökræðum er ákveðin skuldbinding um að fylgja rökunum og gefa eftir eigin skoðanir stangist þær á við bestu rök og niðurstöður sem maður upp- götvar í rökræðum eða rannsóknum. En það gerist ekki fyrr en ég hef prófað þær röksemdir sem ég hef fram að færa, gengið úr skugga um að ekki séu svör við andmælum á þeim forsendum sem mér finnst sennilegar og ekki hægt að leið- rétta forsendur þannig að mín skoðun verði sennilegri. Ef ekkert af þessu dugar þá segir skuldbindingin við rökin að ég verði að skipta um skoðun. Ef við lýsum rökræðum með hugtökunum að sigra og tapa þá má orða þetta svo að í rökræðum er maður skuldbundinn að tapa ef rökin segja það (Robertson 1999). Þetta er í raun merking þess að segja að gagnrýnin hugsun lúti rökum. Þetta á ekki við í samningaviðræðum um kaup og kjör, í þeim felst engin skuld- binding um að tapa ef rökin í samningaviðræðunum þróast með þeim hætti. Þá nota samningsaðilar þau valdatæki sem þeir hafa á borð við verkfoll, verkbönn og annað ámóta til að reyna að knýja fram vilja sinn. I fræðilegum rökræðum er þessi kostur aldrei fyrir hendi. Víðsýni er að fallast á öndverðar skoðanir við sínar ef þær standast nákvæma skoðun, manns eigin gagnrýni. Hugarfar gagn- rýninnar hugsunar gerir engar kröfúr um það að menn séu sífellt að skipta um skoðun á öllu sem þeir hugsa um. Ef svo væri þá gerði gagnrýnin hugsun kröfu um að við værum vinglar, staðfestulausir sveimhugar, sem aldrei gætum mótað okkur alvarlega skoðun á nokkrum hlut. Það gerir hugarfar gagnrýninnar hugs- unar ekki. Það gerir einungis kröfú um að menn skipti um skoðun þegar gildar ástæður liggja til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.