Hugur - 01.06.2010, Side 132

Hugur - 01.06.2010, Side 132
130 Guðmundur Heiðar Frímannsson íslenskir nemendur taki að þjást af lífsleiða og tómhyggju þótt þeir séu vandir við gagnrýna hugsun né heldur muni þeir fyllast óbeit á eigin samfélagi. Eg hefði haldið að því meira sem þeir uppgötva um það því kærara verði það þeim jafnvel þótt þar sé ekki allt fallegt. Ég get því ekki séð neina ástæðu í borgaramenntun eða sögukennslu í skólum til að draga úr gildi gagnrýninnar hugsunar. Ég hefði haldið að einmitt þar ætti hin gagnrýna hugsun að njóta sín. En málið er ekki alveg eins einfalt og þetta (Brighouse 2006: 95-114). Það er sérstök ástæða til að nefna athugasemdir Róberts H. Haraldssonar (2001) við gagnrýna hugsun en þær eru töluvert annars eðlis en þær athugasemdir sem ég fj alla um hér í lok þessarar greinar. Það má orða það svo að Róbert telji að of sterk áhersla á gagnrýna hugsun komi í veg fyrir að maður skilji kenningar og skoðanir til hlítar, hins vegar varar hann við oftrú á rök og vill að við tökum tillit til tilfinninga i skoðanamyndun og rannsókn á veruleikanum. Fyrra atriðið er auðvelt að taka undir enda sýnist mér að gagnrýnin hugsun í því samhengi nálg- ist frekar að vera þvergirðingsháttur eða þau oflæti að vera svo uppfullur af eigin skoðunum að maður geti ekki skilið skoðanir annarra. Um síðara atriðið er það að segja að það krefst frekari rannsóknar á hlut gagnrýninnar hugsunar í myndun skoðana og hvernig hún getur tengst tilfinningunum og beinni rannsókn. Ég sé fyrirfram ekkert sem útilokar það en ég mun ekki fjalla um það frekar hér. Áhyggjurnar af gagnrýninni hugsun geta rist dýpra en þetta. Það hafa ýmsir talið það ranghugmynd að gera mikið úr gagnrýninni hugsun. Hér eru engin tök á því að gera úttekt á þeim rökum sem beitt hefur verið gegn því að gagnrýnin hugsun eigi að hafa það hlutverk sem ég ætla henni. En á íslensku hefur átt sér stað nokkuð fjörleg umræða um efni nátengd þessum efasemdum (Kristján Kristjánsson 2002b: 171-272; Þorsteinn Gylfason 199B). Islenskir heimspeking- ar hafa efnt til gagnrýninnar umræðu um ýmis málefni sem engin þörf er á að tíunda hér enda helgast þær yfirleitt af trú á mátt gagnrýninnar hugsunar fremur en efasemdum um hana. Páll Skúlason (1987) hefur fjaflað með eftirminnilegum hætti um hlutverk gagnrýninnar hugsunar og hvort hægt sé að kenna hana. En í grófum dráttum má skipta þessum andmælum í tvennt (Bailin og Siegel 2003: 190-192; Bailin 1998: 214-216). Fyrri andmælin eru við ákveðna þætti í gagnrýn- inni hugsun eða að gagnrýnin hugsun vanræki ákveðna þætti í mannlegri hugsun. Það er staðhæft til dæmis að kenningar um gagnrýna hugsun vanræki hlutverk geðshræringa og tilfinninga í uppeldi og mannlífinu yfirleitt. Vísað er þá til þess að þeir höfundar sem fjalla um gagnrýna hugsun tengja hana ekki við aðra þætti sálarlífsins. Þessu má svara með því að benda á að ekkert í því sem hér hefur verið sagt um gagnrýna hugsun útilokar það að tilfinningar og geðshræringar séu mikilvægur innviður í sálarflfi og hafi mikil áhrif á ákvarðanir og breytni. Geðshræringar lúta að hluta til vitsmununum: reiði hjaðnar ef maður uppgötvar að vettlingunum manns var ekki stolið heldur voru þeir á öðrum stað en maður hélt (Kristján Kristjánsson 2002a). Geðshræringar eru nátengdar hugarfari gagn- rýninnar hugsunar og það er ekki mögulegt að draga skýra línu á milli tilfinninga og gagnrýninnar hugsunar (Siegel 2007: 439). Gagnrýnin hugsun er hluti vits- munadygða svo að vitnað sé í Aristóteles en þær dygðir styðjast við og tengjast á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.