Hugur - 01.06.2010, Síða 141

Hugur - 01.06.2010, Síða 141
Jafningjarguða rneðal manna 139 skipanir íyrir venjulegu fólki. Skoðum fyrst einstakt dæmi um þetta úr Ríkinu og fikrum okkur síðan að hinu almenna. I Fögruborg Platons leyfist engum að viðhafa blekkingar nema stjórnendunum (heimspekingunum) en þeim leyfist að „blekkja annað hvort óvinina eða borg- arana ríkinu til heilla“ (I, bls. 230 [389(3]). Frægustu ósannindin sem Fagraborg hvílir á er hin göfuga lygi um manngerðirnar þrjár (4140-4150). Þannig ávarpar heimspekingurinn Sókrates stjórnendur, hermenn og aðra borgara Fögruborgar: „Þið sem búið í ríkinu eruð vissulega allir bræður, [...] en guðinn sem mótar ykkur skóp þá ykkar sem eru hæfir til að stjórna úr gullblöndu. Þeim ber líka mest lotning. Varðmennina blandaði hann silfri. Bændur og aðra handverksmenn járni og eir“ (I, bls. 289 [415:1]). Megintilgangur þessarar sögu er að útskýra fyrir fólki að það geti í vissum undantekningartilvikum getið afkvæmi úr öðrum málmi en það sjálft er blandað úr. Þannig getur bóndinn, hvers sál er blönduð járni og eir, getið af sér silfur- eða gullbarn. Það barn mun verða tekið og flutt í æðri stétt í Fögruborg. Og stjórnendurnir mega ekki fyllast samúð þegar þeim sjálfum fæðist barn úr járn- og eirblöndu. Það verður að fara niður í sína stétt. Platon eyðir ekki orðum í það en maður getur hæglega ímyndað sér að bóndakonan muni krefy ast skýringar á því að gullbarn hennar skuli tekið frá henni.7 Mér virðist að svar stjórnandans í þessu tilviki verði eitthvað á þá leið að bóndakonan sé ekki fær um að skilja ástæðu þess að barnið sé tekið frá henni. Hann gæti gefið a.m.k. tvenns konar almennar skýringar á þeim skilningsskorti. I fyrsta lagi gæti hann bent á að bóndakonan skilji ekki eðli veruleikans, hún hafi einungis ruglingslegar skoðanir á honum. En hann getur líka bent á að hana skorti heildarsýn heimspekingsins. Sama gildir um bóndann. Hlutverk sögunnar væri þá meðal annars að losa heim- spekinginn (Sókrates í þessu tilviki, stjórnandann í Fögruborg í öðrum tilvikum) undan þeirri kvöð að rétdæta þessa tilteknu gjörð fyrir samborgurum sínum eða standa þeim reikningsskil gjörða sinna svo notað sé sama orðalag og við notuðum um Gýges. Við lok sjöundu bókar Ríkisins, þegar Sókrates hefur lýst menntun sannra heimspekinga, víkur hann nokkrum orðum að því hvernig þeir munu koma reglu á ríkið, og staðfestir þá að fleiri en alþýðufólk muni þurfa að sjá á eftir afkvæmum sínum h'kt og raunar mátti vera ljóst af fimmtu bókinni: Þeir senda alla borgara sem eru yfir tíu ára að aldri út á akrana [...] Þegar þeir eru búnir að taka börn þeirra undan áhrifum þeirra siða sem nú eru viðteknir, sem eru siðir foreldranna, ala þeir þau upp eftir sínum háttum og lögum sem við röktum á sínum tíma (II,bls. 216 [5400-541^]). Vart þarf að taka fram hvílíka röskun þessi ráðstöfun hlýtur að hafa í for með sér á öllum siðum, h'fsháttum og samfélagsskipan þeirra borgara sem fá svona stjórnendur. Platon er furðu hljóður um það hvernig borgararnir muni bregðast 7 Þótt Platon lýsi ekki viðbrögðum þegnanna við svo m.killi röskun á hversdagslífi foreldra sem brottnám barns er, er ljóst að hann gerir sér grein fyrir því að þetta getur verið erfitt fyrir stjórn- endurna og hvetur þá til að sýna enga samúð (4150-0).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.