Hugur - 01.06.2010, Síða 148

Hugur - 01.06.2010, Síða 148
146 Þóra Björg Sigurðardóttir nýjum skilningi á eðli náttúrunnar, eðli sálar og líkama og eðli Guðs. Átjánda öldin markast svo af kenningum Newtons um stærðfræðilega uppbyggingu nátt- úrunnar, og af spurningum um siðferðilegar skyldur, stjórnskipun samfélagsins og gildi mannlegs lífs. René Descartes er án efa áhrifamesti heimspekingur nýaldarinnar og reyndar má ætla að heimspekirit hans, Orðræða um aðferð og Hugleiðingar um frumspeki, séu einhver víðlesnustu heimspekirit allra tíma.1 Descartes skilgreindi hina hugs- andi veru eins og hún birtist í hinu svonefnda „cogito-i“. Hin fleyga setning „Eg hugsa, þess vegna er ég til“ dregur saman frumsetninguna í heimspeki Descartes og vísar hvort tveggja til frumspekilegs sambands sálar og h'kama og þekkingar- fræðilegs skilnings á hinni hugsandi veru.2 Þessar hugmyndir eru samofnar, því frumspekilega nálgunin hggur til grund- vallar þeirri þekkingarfræðilegu og hin þekkingarfræðilega ræður því hvernig hugsunin og þar með skynsemin fangar raunveruleikann.Margir heimspekingar, sem á eftir honum komu, lögðu út frá heimspeki Descartes með það fyrir augum að bæta við hana eða leysa þau vandamál sem hún virtist skapa.3 Þeirra á meðal var þýski heimspekingurinn Leibniz.4 I Orðrœðu um aðferð hélt Descartes fram jafnaðarhugmynd um skynsemina. Hann sagði að „hæfileikinn til að vega og meta og greina rétt frá röngu, sem einn er réttilega nefndur brjóstvit eða skynsemi, [væri] af náttúrunni samur og jafn í öllum mönnum".5 Með því að hefja sig yfir líkamann, fordóma, ástríður og til- finningar og feta sig frá einföldustu og auðskildustu atriðum til þeirra flóknari og taka engu sem gefnu nema því sem kemur manni skýrt og greinilega fyrir sjónir taldi Descartes að hver sem er væri fær um að beita skynsemi sinni þrátt fyrir litla formlega menntun.6 1 Orðræda um aðferð kom út hjá Hinu íslenzka bókmenntafelagi árið 1998 í íslcnskri þýðingu Magnúsar G. Jónssonar með inngangi og skýringum eftir Þorstein Gylfason. Hugleiðingar um frumspeki kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 2001 í þýðingu Þorsteins Gylfasonar sem cinnig ritar inngang og skýringar. Hér eftir verður notast við íslenskar þýðingar á nöfnum bókanna Discours de !a méthodepour bien conduiresa raison, et chercher la veritédans les sciences (1637) (Orðræða um aðferð til að beita skynseminni vel og leita sannleikans ívísindum) og Meditationes de prima philosophia in quibus dei existentia & animæ a corpore distinctio demonstrantur (1641) {Hug- leiðingar um frumspekipar semfierðar eru sönnur d tilve.ru Guðs oggreinarmun sálar og likama). 2 Hin fræga ályktun Descartes, „Ég liugsa, þess vegna er ég til“ („cogito, ergo sum“), kemur úr latncsku þýðingunni á Orðræðu um aðferð. Sjá skýringu 34 hjá Þorsteini Gylfasyni 1998:173-177- 1 Hugleiðingum um frumspeki notar Descartes annað orðalag. Hann segir í íslenskri þýðingu „Ég hlýt að draga þá ályktun að staðhæfingin Ég er, ég er til hljóti að vcra sönn, hvenær sem ég segi hana cða hugsa" (René Descartes 2001:142). 3 Þorsteinn Gylfason 2001:108; Donald Rutherford 2006:1-9. 4 Þekktustu rit Leibniz eru Discours de métaphysique {Orðræða um frumspeki), samið árið 1686 en kom fyrst út í Hannover 1846, Systéme nouveau de la nature et de la communication des substances aussi bien que de l'union qu’i/y a entre l'áme et le corps {Nýtt kerfi um eðli verundanna og samband peirra ogpá einingu sem rikir milli sálar og likama) sem kom fyrst út í París árið 1695, og Principes de laphilosophie ou Monadologie {Frumforsendur heimspekinnar eða Mónöðufræðin), samið árið 17141 kom fyrst út í þýskri þýðingu 1721 en franski frumtextinn var ekki gefinn út fyrr en árið 1840 í Berlín. Þessi þrjú rit komu út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi undir nafninu Orðræða um frumspeki árið 2004 í íslenskri þýðingu Gunnars Harðarsonar með inngangi cftir Henry Al- exander Henrysson. Hér eftir verður notast við íslenskar þýðingar á nöfnum bókanna. 5 Descartes 1998: 61. 6 Descartes 1998: 77,79-81.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.