Hugur - 01.06.2010, Side 185

Hugur - 01.06.2010, Side 185
Mælingar og samanburður á löngunum 183 °g byggðar á þekkingu, er ekki nauðsynlegt samband á milli þess annars vegar að fá skynsamlegum löngunum sínum fullnægt og hins vegar þess að líða vel. Ein- staklingur getur til að mynda fengið löngunum sínum fullnægt án þess að verða þess var, eins og gildir um löngun okkar flestra til að njóta virðingar eftir dauðann. Eins er vel hægt að hugsa sér löngun sem ekki fylgir vellíðan þrátt fyrir vitneskju um að henni hafi verið fiillnægt, til að mynda löngun til að verða ljóðskáld sama hvers konar vonleysi og vonbrigði slíku lífi kann að fylgja.4 Heimspekingar og hagfræðingar voru ekki lengi að átta sig á því að þótt hið nýja nytjahugtak sé í ákveðnum skilningi mælanlegt, þá er það ekki samanburðar- hæft á milli einstaklinga.5 Sá ósammælanleiki er umíjöllunarefni þessarar greinar. I fyrsta hluta hennar fjalla ég um þá aðferð sem viðtekin er í nytja- og ákvörð- unarfræði við að mæla langanir og gefa styrkleika þeirra tölulegt gildi. Eftir að hafa útskýrt aðferðina færi ég rök fyrir því að í henni felist að nytjar tákni hversu mikið6 einstakling langar í tiltekinn kost, en ekki hversu vel kosturinn uppfylli langanir hans eins og sumir hafa haldið fram. Því næst útskýri ég hvers vegna af aðferðinni leiði að velferð tveggja einstaklinga, eða sama einstaklings fyrir og eftir að langanir hans breytast, sé ekki hægt að bera saman. I síðari hluta grein- arinnar þalla ég um þær tvær aðferðir sem heimspekingar og hagfræðingar hafa á síðari árum oftast stuðst við til að reyna að leysa umræddan vanda og færi rök fyrir því að hvorug þeirra skili tilætluðum árangri. Þessi niðurstaða veldur sér- stökum vandræðum fyrir þá tegund stjórnspeki sem annars vegar kveður á um að stjórnvöld eigi fyrst og fremst að hámarka velferð þegna sinna og hins vegar lítur á velferð sem uppfyllingu langana. Enda er á grundvelli slíkrar stjórnspeki ekki hægt að velja á milli tveggja stjórnvaldsaðgerða sem hafa mismunandi áhrif á velferð ólíkra einstaklinga, ef ekki er hægt að bera saman langanir tveggja ein- staklinga. Mœlingar á löngunum Með hjálp ákvörðunar- og nytjafræði er hægt að mæla langanir og tákna þær með formlegum og nákvæmum hætti. Lykilhugtak í þeim efnum er „nytjafalT (e. util- ity functiorí), þ.e. fall sem gefur öllum hugsanlegum kostum,7 sem einstaklingur gæti hvort sem er í huga sér eða í raun og veru staðið frammi fyrir, tiltekið gildi 4 Vellíðunarvél Nozicks minnir okkur ennfremur á að það er langt í frá augljóst að skynsamir ein- staklingar hljóti að vilja þann kost sem veitír þeim mesta vellíðan. Robert Nozick,Anarchy, State, and Utopia (New York: Basic Books, 1974), 42-45. 5 Sjá til að mynda Lionel Robbins, An Essay on the Nature and Significance of Economics Science (London: Macmillan, 1935), og „Interpersonal Comparison of Utility: A Comment", Economic Joumal48 (1938), 635-641. 6 í þessu samhengi þýðir setningin „liversu mikið i langar í X'1 hið sama og „hversu sterk löngun i í A'er". 7 Þegar ég ræði um „kosti" í greininni geta þeir vísað til alls er varðar einstakling og umliverfi hans. Þannig er til að mynda valið á milli þess að borða fisk eða kjöt val á milli tveggja kosta, en einnig valið á milli þess annars vegar að vera uppi árið 2007 og hafa hæfileika góðs bankamanns og hins vegar þess að vera uppi á nx'undu öld eftir Krist og hafa hæfileika sem gerir mann að góðum vík- ingi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.