Hugur - 01.06.2010, Síða 185
Mælingar og samanburður á löngunum
183
°g byggðar á þekkingu, er ekki nauðsynlegt samband á milli þess annars vegar að
fá skynsamlegum löngunum sínum fullnægt og hins vegar þess að líða vel. Ein-
staklingur getur til að mynda fengið löngunum sínum fullnægt án þess að verða
þess var, eins og gildir um löngun okkar flestra til að njóta virðingar eftir dauðann.
Eins er vel hægt að hugsa sér löngun sem ekki fylgir vellíðan þrátt fyrir vitneskju
um að henni hafi verið fiillnægt, til að mynda löngun til að verða ljóðskáld sama
hvers konar vonleysi og vonbrigði slíku lífi kann að fylgja.4
Heimspekingar og hagfræðingar voru ekki lengi að átta sig á því að þótt hið
nýja nytjahugtak sé í ákveðnum skilningi mælanlegt, þá er það ekki samanburðar-
hæft á milli einstaklinga.5 Sá ósammælanleiki er umíjöllunarefni þessarar greinar.
I fyrsta hluta hennar fjalla ég um þá aðferð sem viðtekin er í nytja- og ákvörð-
unarfræði við að mæla langanir og gefa styrkleika þeirra tölulegt gildi. Eftir að
hafa útskýrt aðferðina færi ég rök fyrir því að í henni felist að nytjar tákni hversu
mikið6 einstakling langar í tiltekinn kost, en ekki hversu vel kosturinn uppfylli
langanir hans eins og sumir hafa haldið fram. Því næst útskýri ég hvers vegna
af aðferðinni leiði að velferð tveggja einstaklinga, eða sama einstaklings fyrir og
eftir að langanir hans breytast, sé ekki hægt að bera saman. I síðari hluta grein-
arinnar þalla ég um þær tvær aðferðir sem heimspekingar og hagfræðingar hafa
á síðari árum oftast stuðst við til að reyna að leysa umræddan vanda og færi rök
fyrir því að hvorug þeirra skili tilætluðum árangri. Þessi niðurstaða veldur sér-
stökum vandræðum fyrir þá tegund stjórnspeki sem annars vegar kveður á um
að stjórnvöld eigi fyrst og fremst að hámarka velferð þegna sinna og hins vegar
lítur á velferð sem uppfyllingu langana. Enda er á grundvelli slíkrar stjórnspeki
ekki hægt að velja á milli tveggja stjórnvaldsaðgerða sem hafa mismunandi áhrif
á velferð ólíkra einstaklinga, ef ekki er hægt að bera saman langanir tveggja ein-
staklinga.
Mœlingar á löngunum
Með hjálp ákvörðunar- og nytjafræði er hægt að mæla langanir og tákna þær með
formlegum og nákvæmum hætti. Lykilhugtak í þeim efnum er „nytjafalT (e. util-
ity functiorí), þ.e. fall sem gefur öllum hugsanlegum kostum,7 sem einstaklingur
gæti hvort sem er í huga sér eða í raun og veru staðið frammi fyrir, tiltekið gildi
4 Vellíðunarvél Nozicks minnir okkur ennfremur á að það er langt í frá augljóst að skynsamir ein-
staklingar hljóti að vilja þann kost sem veitír þeim mesta vellíðan. Robert Nozick,Anarchy, State,
and Utopia (New York: Basic Books, 1974), 42-45.
5 Sjá til að mynda Lionel Robbins, An Essay on the Nature and Significance of Economics Science
(London: Macmillan, 1935), og „Interpersonal Comparison of Utility: A Comment", Economic
Joumal48 (1938), 635-641.
6 í þessu samhengi þýðir setningin „liversu mikið i langar í X'1 hið sama og „hversu sterk löngun i í
A'er".
7 Þegar ég ræði um „kosti" í greininni geta þeir vísað til alls er varðar einstakling og umliverfi hans.
Þannig er til að mynda valið á milli þess að borða fisk eða kjöt val á milli tveggja kosta, en einnig
valið á milli þess annars vegar að vera uppi árið 2007 og hafa hæfileika góðs bankamanns og hins
vegar þess að vera uppi á nx'undu öld eftir Krist og hafa hæfileika sem gerir mann að góðum vík-
ingi.