Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 19
Kartajlan og konitngsríkið gera því reglur um ákvæÖisvinnuna. Aö sjálfsögðu var þetta starf óvinnandi, ekki sízt vegna þess, að umsj ónarmenn atvinnubótanefndanna kunnu ekkert til starfans, kimnu einfaldlega ekki að reikna. í annan stað breyttist sjálft ásigkomulag vinnuaflsins á næstu misserum. Það hafði verið ætlun ríkis- stjórnarinnar, að fullfærir verkamenn ynnu og fengju viðunandi laun fyrir full vinnuskil. En í tilskipunum stjórnarinnar var skylt, að hinir fátækustu skyldu ganga fyrir í slíkri vinnu. Orsnauðar ekkjur voru því oft ráðnar í at- vinnubótavinnu, síðar börn og gamalmenni og það varð æ algengara, að þetta fólk var látið kljúfa grjót fyrir 4 pence dag hvern, í sama mund og fullþroska verkamenn fengu enga vinnu í þeim framkvæmdum, er opinberir aðilar stofnuðu til. Það er því ekki að undra þótt hið svonefnda vinnusiðgæði tæki að molna. Barnadauðinn óx einnig ískyggilega á þessum mánuðum. í vinnubúðunum í Skibbereen dóu 50 af hundraði þeirra barna, sem leyfð var þar vist eftir 1. október 1846. Mannfjölgunin á Irlandi hafði um langa stund valdið brezkum stjórnvöld- um miklum áhyggjum. Af pólitískum ástæðum var Bretum þetta mikill þyrnir í augum. Því fleiri írar, því meiri vandi að halda þeim í skefjum. Fækkun íbúanna vegna sultar og sótta hefði því ekki, þegar alls er að gætt, verið Bretum ókærkomið. En um langa stund höfðu Bretar reynt að stuðla að landflótta á Irlandi. Vesturheimur var að sjálfsögðu eitt ódýrasta ráðið til þess að leysa þetta félagslega vandamál: mannfjölgunina á írlandi. Fram að Sultinum mikla höfðu brezkir stj órnmálamenn og hugsuðir bent á þetta úr- ræði: að flytja óánægða og jarðnæðislausa íra til Vesturheims, Bandaríkj- anna eða Kanada. En írar, ekki sízt írskir bændur, höfðu jafnan verið tregir til að kveðja land og setjast að í hinni nýju álfu, þótt hún hefði marga kosti að hjóða: ótakmarkað landrými og ótölulega möguleika framtaki einstak- linga, sem höfðu fengið sig fullsadda á hinum aðkrepptu kjörum í ofsettu sveitamannalandi, hráefnalausu að mestu, er fátt gat orðið til bjargar á öld stóriðju og iðnaðar. Fram að 1845 höfðu því hlutfallslega fáir Irar flutt til Vesturheims, þrátt fyrir það að írskir gósseigendur höfðu hvatt landseta sína til að fara vestur um haf. Á árunum 1841 til 1844 hafði tala írskra útflytjenda ekki numið meiru en xun það hil 50 þúsundum á ári hverju. Kartöfluskorturinn 1845 breytti þessu að litlu leyti, því að Irar lifðu í voninni um betri uppskeru á næsta hausti. En uppskerubresturinn 1846 olli miklum umskiptum í vitund írskra bænda. Áður fyrr hafði landflóttinn verið síðasla hjargræði þeirra. En eftir hallærið 1846 var það því líkast sem hylting hefði orðið í þessu efni. 11 TMM 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.