Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 19
Kartajlan og konitngsríkið
gera því reglur um ákvæÖisvinnuna. Aö sjálfsögðu var þetta starf óvinnandi,
ekki sízt vegna þess, að umsj ónarmenn atvinnubótanefndanna kunnu ekkert
til starfans, kimnu einfaldlega ekki að reikna. í annan stað breyttist sjálft
ásigkomulag vinnuaflsins á næstu misserum. Það hafði verið ætlun ríkis-
stjórnarinnar, að fullfærir verkamenn ynnu og fengju viðunandi laun fyrir
full vinnuskil. En í tilskipunum stjórnarinnar var skylt, að hinir fátækustu
skyldu ganga fyrir í slíkri vinnu. Orsnauðar ekkjur voru því oft ráðnar í at-
vinnubótavinnu, síðar börn og gamalmenni og það varð æ algengara, að
þetta fólk var látið kljúfa grjót fyrir 4 pence dag hvern, í sama mund og
fullþroska verkamenn fengu enga vinnu í þeim framkvæmdum, er opinberir
aðilar stofnuðu til. Það er því ekki að undra þótt hið svonefnda vinnusiðgæði
tæki að molna. Barnadauðinn óx einnig ískyggilega á þessum mánuðum. í
vinnubúðunum í Skibbereen dóu 50 af hundraði þeirra barna, sem leyfð var
þar vist eftir 1. október 1846.
Mannfjölgunin á Irlandi hafði um langa stund valdið brezkum stjórnvöld-
um miklum áhyggjum. Af pólitískum ástæðum var Bretum þetta mikill þyrnir
í augum. Því fleiri írar, því meiri vandi að halda þeim í skefjum. Fækkun
íbúanna vegna sultar og sótta hefði því ekki, þegar alls er að gætt, verið
Bretum ókærkomið. En um langa stund höfðu Bretar reynt að stuðla að
landflótta á Irlandi. Vesturheimur var að sjálfsögðu eitt ódýrasta ráðið til
þess að leysa þetta félagslega vandamál: mannfjölgunina á írlandi. Fram að
Sultinum mikla höfðu brezkir stj órnmálamenn og hugsuðir bent á þetta úr-
ræði: að flytja óánægða og jarðnæðislausa íra til Vesturheims, Bandaríkj-
anna eða Kanada. En írar, ekki sízt írskir bændur, höfðu jafnan verið tregir
til að kveðja land og setjast að í hinni nýju álfu, þótt hún hefði marga kosti
að hjóða: ótakmarkað landrými og ótölulega möguleika framtaki einstak-
linga, sem höfðu fengið sig fullsadda á hinum aðkrepptu kjörum í ofsettu
sveitamannalandi, hráefnalausu að mestu, er fátt gat orðið til bjargar á öld
stóriðju og iðnaðar.
Fram að 1845 höfðu því hlutfallslega fáir Irar flutt til Vesturheims, þrátt
fyrir það að írskir gósseigendur höfðu hvatt landseta sína til að fara vestur
um haf. Á árunum 1841 til 1844 hafði tala írskra útflytjenda ekki numið
meiru en xun það hil 50 þúsundum á ári hverju. Kartöfluskorturinn 1845
breytti þessu að litlu leyti, því að Irar lifðu í voninni um betri uppskeru á
næsta hausti. En uppskerubresturinn 1846 olli miklum umskiptum í vitund
írskra bænda. Áður fyrr hafði landflóttinn verið síðasla hjargræði þeirra.
En eftir hallærið 1846 var það því líkast sem hylting hefði orðið í þessu efni.
11 TMM
161