Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 20
Tímarit Máls og menningar
írar þyrptust til þeirra skipa, sem fluttu Evrópumenn yfir hafið, með fnyk af
fúlum kartöflum að baki sér, vildu bara komast á brott frá þessu fordæmda
landi, sem hafði svipt þá allri von, landi sultar og sóttkveikju. Fram til þess-
arar stundar höfðu Ameríkuferðir verið stundaðar að sumri og vori. En nú
lá fólkinu á. Menn flýðu heimalandið á öllum árstíðum og stigu á skip án
þess þeir ættu nokkuð sér til viðurværis né heldur von um vinnu vestan hafs.
Menn vildu bara komast burt, hvað sem það kostaði. Árið 1846 töldu írskir
útflytjendur 106 þúsundir, næsta ár 215.000, og árið 1851 var tala útflytjenda
orðin 250.000. Þótt úlflytjendum fækkaði nokkuð næstu ár, var landflóttinn
mikill. Ekki gátu allir goldið fargjald sitt, margir gósseigendur borguðu
undir leiguliða sína til þess að hreinsa stórbúin sín og breyta jörðunum í
beitilönd, framleiða þar afurðir búpeningsræktar í stað hinna snautlegu af-
urða, sem markað höfðu samskipti leiguliða og gósseigenda. Síðar urðu
margir írar, sem höfðu komið undir sig fótumnn í Ameríku til þess að borga
ferðalagið vestur um haf, þegar þeir höfðu komið sér þar fyrir. Síðar meir
áttu írar, bólfestir í Ameríku, eftir að marka og styrkja frelsisbaráttu landa
sinna í heimalandinu.
Á árunum 1845—1851 fóru um tveir þriðju hlutar írskra útflytjenda til
Bandaríkjanna, hinir til Kanada. Og þetta var mikið álag á skipafélög þau,
sem urðu að flytja útflytjendurna vestur um haf. Tilvera írsku flóttamann-
anna á skipunum yfir hafið var að mörgu leyti áþekk ævi þeirra heima á
írlandi. Soltnir, lúsugir og veikir af hitasótt fluttu þeir írland í rauninni yfir
hafið. Af þeim sem fluttu frá Liverpool til Kanada var einum af hverjum 14
varpað í sjóinn, af hinum sem fóru frá Cork til Vesturheims, önduðust 1 af
hverjum 9 á hafi úti. Og í endurminningu írsku þjóðarinnar liafa „líkkislu-
skipin“ geymzt í trúu minni. Hvorki Kanada né Bandaríkin fögnuðu þessum
írsku útflytjendum sem góðum gestum. Hinir írsku flóttamenn, flestir bændur
að uppruna, settust að í fátækrahverfum amerískra stórborga, og um langa
stund dvöldust þeir þar við framandi lífsskilyrði og það var varla fyrr en
á þessari öld, að þeim tókst að festa rætur í landi, sem var fastara undir
fæti en móland ættjarðarinnar.
Á árum hinnar miklu hungursneyðar var írland lostið þeim örlögum,
sem öllum löndum Evrópu tókst að afstýra: írland eitt landa álfu okkar
missti helming mannfjölda síns frá 19. öld fram til aldamóta. Slík þróun
er með öllu einstök í sögu Evrópu á þessum tímum. Árið 1851 hefði írland
samkvæmt öllum lögmálmn átt að hýsa um átta og hálfa milljón manna.
En þjóðinni liafði fækkað um tvær miljónir, sumpart fyrir sakir sultar og
162