Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 22
Tímarit Máls og menningar
að sækjast eftir bandalagi við menn, sem voru í raun og veru miklu rót-
tækari en hann sjálfur. Snemma árs 1848 sagði Mitchell sig úr Irska sam-
bandinu og hóf að gefa út blað Sameinaðir Irlendingar. Þessi útgáfa vakti
mikla athygli bæði á írlandi og Englandi, ekki sízt fyrir þá sök, að hann
sneri máli sínu til brezku verkalýðshreyfingarinnar, svo sem hún birtist í
samtökum Chartistanna, einu byltingarhreyfingar brezkra verkamanna á 19.
öld. 1 upphafi voru leiðtogar hins unga írlands hneykslaðir á róttækni
John Mitchells, en þá brast franska febrúarbyltingin á í Frakklandi. Afl
Chartistahreyfingarinnar var slíkt, að menn héldu, að hægt væri að sann-
færa brezku stjórnina inn að slaka á áður en tekið væri til ofbeldisverka.
Mitchell var handlekinn og kærður fyrir landráð og dæmdur til útlegðar.
Nokkru síðar byrjuðu Samtök Ungra Ira að búast til uppreisnar. Þeir
höfðu hvorki tækin né duginn til að vera verkinu vaxnir. Þeir skildu ekki,
að írska þjóðin var svo að fram komin, að hún hafði lílinn hug á byltingu
eða uppreisn. Uppreisnartilrauninni var sundrað af ensku lögreglunni án
þess að kæmi til átaka. En þótt uppreisn íra 1848 bæri nokkurt mark þess
harmleiks, sem blandaður er brosi sögunnar, þá má þó greinilega marka
samhengið milli þessara viðburða og þeirra, sem síðar urðu í frelsisbar-
áttu írlendinga.
Um sama leyti og Ungir lrlendingar voru að undirbúa vonlausar til-
raunir að velta enskri ánauð voru önnur samtök í burðarliðnum, sem áttu
eftir að marka dýpri spor í sögu Irlands. Leiguliðasamtök höfðu verið
stofnuð í Cork-sýslu. írskir leiguliðar höfðu ekki lengur áhuga á afnámi
sambands Irlands og Bretlands. Þeir hirtu ekki heldur um stofnun lýðveldis
á írlandi. En þeim var farið að skiljast, að jarðaábúð var þeim meira í
mun en pólitísk réttindi til þess að fjárhagslegum og félagslegum hags-
munum þeirra væri að betur borgið.
Þótt ekki megi vanmeta pólitísk áhrif hunguráranna á írlandi, þá urðu
umskiptin í efnahagslegum og félagslegum efnum enn djúptækari. Kannski
mætti komast svo að orði, að Sulturinn mikli á árunum fyrir miðja 19.
öld hafi verið söguleg hrossalækning Englendinga á vandamáli, sem þeir
höfðu lengi fengizt við. Um langan aldur höfðu þeir verið að velta því
fyrir sér, hvernig þeir ættu að leysa úr jarðnæðisvanda írlands. Jafnan
höfðu verið fleiri bændur á írlandi en hægt var að veita jarðnæði. Maður
skyldi ætla að ekki þyrfti að kvarta undan of litlu jarðnæði eftir að 2
milljónir bænda írlands höfðu gert Englendingum þann greiða að deyja
eða flýja land. En þau furðulegu tíðindi gerðust, að þrátt fyrir mannfelli
164