Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 69
Minningar úr stéttabaráttunni
Það er vonandi að til séu einhverjir sem eiga ljúfari endurminningar frá
Norðfirði heldur en ég.
Þegar suður kom byrjaði ég auðvitað á því að reyna að fá út þá peninga
sem ég átti hjá Dráttarbrautinni á Norðfirði. Ég setti félaga Áka Jakobsson
í málið og tók það hann tvö ár að ná þessu fyrir mig.
Nú vorum við húsnæðislaus og skiljanlega ekki til neinar fúlgur, hvorki
til að leigja fyrir né kaupa. Við fengum inni til bráðabirgða í miklum þrengsl-
um hjá tengdamóður minni. Og svo var farið að byggja - mér liggur við að
segja úr loftinu. Hugi bróðir minn átti kofa inní Blesugróf - auðvitað fyrir
utan lög og rétt — og við hliðina á honum fer ég að ldambra saman nokkrum
spýtum. Ég fékk heimsókn af lögreglunni að minnstakosti einu sinni í viku.
Oftast var það Lárus Salómonsson sem kom og sagði: „Æ, Pétur minn, hættu
þessu að minnstakosti á meðan ég staldra hérna við. Þetta er bannað“. Ég
tók mér þá hvíld, ræddi við höfðingjann smáslund, en byrjaði aftur að vinna
nm leið og hann var farinn. Og kofanum kom ég upp og inní hann fluttum
við. Þetta var um sumar, sólin skein og gleði í kotinu. En með vetrinum fór
gamanið að grána. Rafveitan neitaði að leggja rafmagn í húsið, því það væri
fyrir utan lög og rétt. Nú var ég enginn Ingólfur Arnarson þarna í hverfinu,
gat byggt á reynslu annarra, enda fór ég eins að og margir á undan mér, ég
kúplaði Barnaverndarnefnd í málið og kúgaði þannig yfirvöldin til að láta
okkur hafa rafmagn. Og birti þá aftur til í höllinni undir jól. Allt var þetta
þó óinnréttað ennþá og fremur veigalítið: enginn grunnur, fótstykkin aðeins
lögð á jörðina, lélegur pappi á þaki, 25 fermetrar.
Seinni hlula þessa vetrar réð ég mig austur að Sogi og var þar í tvo til
þrjá mánuði; þá var verið að byggja írafossvirkjun. Það eru sennilega einu
dagarnir í mínu lífi sem ég hef þráð bílaviðgerðir. Ég var þarna i sements-
klefanum 40 metra undir yfirborðinu, grímulaus og allslaus í ægilegum ryk-
mekki. Það er leiðinlegasta og ógeðslegasta vinna sem ég hef unnið um æv-
ina. Og tæplega hefur hún verið heilsubætandi fyrir mikinn reykingamann
einsog mig. Það sem hélt í mér lífinu var „Uppruni fjölskyldunnar“ eftir
Engels, en í henni lá ég lengi - það er líka mikil afbragðsbók.
Svo var það veturinn 1952-53. Ég vann þá á bílaverkstæði, en hafði litlar
tekjur, því kauptrygging var engin, maður fékk aðeins borgað þann tíma
sem eitthvað var að gera. Og á þessum árum voru þeir ekki margir sem höfðu
efni á því að láta gera við bílana sína. Það var svo þröngt í búi hjá smá-
fuglunum, að ég neyddist til að sækja um styrk til bæjarins til að geta keypt
ofurlítið af tekki í innréttingu kofans. Styrkinn fékk ég og var nú í óða önn
211