Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Qupperneq 72
Tímarit Máls og menningar
í þessu verkfalli voru ekki veittar nema allra nauðsynlegustu undanþágur;
í þeim efnum var öldin önnur en nú er. Bæði var Dagsbrúnarstj ómin miklu
harðari en síðar hefur orðið, og svo var nefnd sú, sem ævinlega er falið að
sjá um undanþágurnar, undir stöðugu eftirliti verkfallsvarðanna, enda hélt
hún til í sama húsi. í síðasta verkfalli (1970) var þessi nefnd falin og vissi
enginn neitt um hennar gerðir. í verkfallinu ’55 var samt veitt ein undan-
þága strax í upphafi sem segja má að hafi verið tvíeggjað vopn. En hún
kom heldur ekki til af góðu. í undanförnum verkföllum hafði bílaskortur
mjög háð allri verkfallsvörslu. Og þarsem séð var, að þetta verkfall yrði ekki
með þeim auðveldari, var gripið til þess ráðs að veita leiguhílastöðinni
Hreyfli tmdanþágu á bensín með því skilyrði að bílstjórarnir keyrðu fyrir
okkur vissan tíma dag hvern. Þetta varð til þess að við fengum bílstjóra á
öðrum stöðvum á móti okkur. Og það segir sig sjálft, að það veikir verkfall
þegar verkalýðurinn berst innbyrðis, einmitt þegar ríður á að hann standi
saman.
Þá er það einn daginn, að við erum keyrðir tveir útá Seltjarnarnes til að
fylgjast með bátsferðum; heyrst hafði að verið væri að reyna að smygla
bensíni ofanaf Akranesi. Bíllinn sem flutti okkur gat auðvitað ekki beðið.
Gengum við nú heim að einum bænum, en þar taldi ég mig þekkja bústjór-
ann; ætlaði að spyrja hann hvort hann hefði orðið var við grunsamlegar
bátsferðir. En ekki vorum við komnir alla leið, þegar sex menn - sem virtust
einna helst hafa sprottið uppúr jörðinni - komu á móti okkur og voru hinir
vígalegustu. Þóttist ég kenna þar leigubílstjóra af Borgarbílastöðinni. Þeir
sögðu okkur að snáfa burt ef við vildum ekki hafa verra af, við hefðum ekk-
ert þarna að gera. Við vorum nú ekki á því og rifumst við þá nokkra stund.
Sáum við þá í hendi okkar af þvi sem þeir létu útúr sér, að von var á bát
með bensíntunnur og þeir þarna staddir til að taka á móti honum. Félagi
minn stökk þá í burtu, að því er bílstjórunum virtist af hreinni hræðslu, en
var auðvitað að fara í síma til að ná í meiri mannskap, því tveir gátum við
ekkert gegn þessu ofurefli. En þegar þeir sáu að ég var ákveðinn að fylgja
honrnn ekki, réðust þeir á mig, lyftu mér upp, báru mig heim að búinu og
sögðu, að svona maður ætti ekki heima nema á einum stað, þ. e. í hland-
forinni. Leist mér nú ekki á blikuna. Einn þessara manna þekkti ég með
nafni; nefndi það nú og sagðist mundu benda á hann síðarmeir ef þeir gerðu
mér eitthvað til miska. Kom þá fát á vininn, og reyndi hann að telja félaga
sína á að láta mig vera. Upphófst þá mikið rifrildi bílstjóranna í milli og
milli mín og þeirra, og stóð það í klukkutíma að minnstakosti, eða þangað
214