Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 115
Framtíðarhorfur í bókaútgáfu
að einhver verður að endurheimta framleiðslu- og dreifingarkostnað og jafn-
framt greiða fyrir þá þjónustu, sem látin er í té, en það er ekki erfitt að
ímynda sér þannig kerfi, að bækur væru gefnar, án þess þó að bóksalar hætti
að vera það, sem þeir í raun og veru eru - einn af þeim farvegum, sem stend-
ur bókmenntaskoðunum opinn til að hafa áhrif á framleiðsluna, einn þáttur
bókmenntaframleiðslunnar, sem stendur bókmenntaskoðunum til boða.
Bófcabúðir og félagslegt umhverfi.
Viðurkenna verður þó, að tæknilega séð verða bókaverzlanir að flokkast
undir smásöluverzlanir. Sem sbkar - en einungis sem slíkar - eru þær háðar
þeim efnahagslögmálum, sem öll verzlun lýtur. Bækur eru annað og meira
en innpakkaðar vörur, og dreifing lesefnis er annað og meira en það að láta í
té þjónustu,;. Við höfum áður vitnað í Lettre sur la Librairie, þar sem Diderot
benti á, að óseld verzlunarvara hafi alltaf eitthvert verðgildi, en óseldar bæk-
ur aftur á móti ekkert, en hann setur þar líka fram eftirfarandi sjónarmið,
sem her glöggskyggni hans engu síður vitni: „Bækur eru ekki eins og vélar,
sem sýnt geta notagildi sitt við prófun, þær eru ekki eins og uppfinning, sem
prófa má á hundrað mismunandi vegu, þær eru ekki eins og leyndardómar,
sem sýnt hefur verið fram á að eigi gengi að fagna. Gengi jafnvel góðrar
bókar er háð óteljandi tilvikum, rökréttum eða ófyrirsegj anlegum, sem öll
útsjónarsemi eiginhagsmunamannsins getur ekki séð fyrir.“7
Þessi tilvitnun dregur fram í dagsljósið tvö vandamál, sem eru sérbundin
við bóksölu og gera hana frábrugðna öðrum greinum verzlunar - vand-
ann að velja bækur og vandann að koma sér upp birgðum. Hvernig á hók-
salinn að vita, hvaða bækur muni reynast sölubækur af öllu því ógrynni, sem
út er gefið, áður en allur þunginn af öllu því, sem hann á óselt tekur að
segja til sín í rekstrinum, og hvernig á hann samtímis að hafa á boðstólum
nógu mikið af bókum handa almenningi til að velja úr? Hann reynir kannski
að sneiða hjá þessum vanda með því að gerast óvirkur umboðssali stórra
útgáfufyrirtækj a eða dreifingarmiðstöðva, en hann er þá ekki lengur neinn
hóksali. Hann getur valið þann kost að hafa aðeins á boðstólum öruggar
sölubækur handa takmörkuðum hópi viðskiptavina, en með því móti rænir
hann sig öllu því, sem hfrænt er í starfi hans og dæmir fyrirtæki sitt til að
staðna í meðalmennsku. A hinn bóginn getur hann bægt frá sér hættunni á
því að sitja uppi með óseljanlegar birgðir með því að einskorða sig við
nýútkomnar bækur, en það er hættulegur leikur að því leyti, að þá þarf hann
sífellt að treysta á nýja og nýja viðskiptavini: lesendur halda tryggð við það
17 TMM
257