Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 131
Kristinn E. Andrésson
Gerpla
Ritdómur skrifaður rétl ejtir að sagun kom út 1952, en ekki birtur jyrr en nú
a3 tilefni sjötugsafmœlis höfundarins
Skartkuflinn
Halldór hefur lagt ærið land undir fót síðan hann lauk við Atómstöðina,
nútímasögu úr Reykjavík, fyrir fimm árum. Þessi höfundur er styggur eins
og himbrimi og aldrei að vita hvar honum skýtur úr kafi næst. Með Gerplu
nýju skáldsögu sinni er hann þotinn á burt margar aldir aftur í forneskju vík-
ingatíðar og farinn að rekja dæmi þaðan, og hefur sniðið henni skartkufl
mikinn úr fornum dúkum frá gullaldartimum íslenzkrar lungu.
Hér skal eigi lengi tafið við að lýsa ytra búningi þessa verks. Hverjum
íslendingi sem Gerplu les liggur í augum uppi hve furðulegt afrek það er
að ná því valdi sem þar er gert á tungutaki, orðaforða, stíl og lögmálum
fornsagnanna til að geta húið úr þessum efnivið það stílhreina mál klass-
ískrar uppistöðu sem á Gerplu er. Halldór hefur enn sýnt og aldrei betur að
orðlist hans og málsköpunaríþrótt eru eigi takmörk sett, og í þessari skáld-
sögu hefur hann sótt á hin dýpstu mið íslenzkrar tungu og dregið nútíman-
um mikinn auð á land. Þeim sem vanir eru lestri fornrita er mál Gerplu með
kunnleikablæ, Hkt og verið sé að lesa nýja Islendingasögu og þó með
þyngra móti, orðfleira og brugðið af leiknari íþrótt. Hiniun sem fornritin
eru lítt töm hlýtur að koma Gerpla torkennilega fyrir augu í fyrstu og veitast
sagan allþung aflestrar. Þó getur hvorki málfegurð hennar né afl það sem
í stílnum er farið fram hjá neinum.
Gerpla er opinskátt rituð í stíl og anda fornsagna. Ein af Islendingasög-
unum, Fóstbræðrasaga, er höfð að uppistöðu svo langt sem hún endist.
Framan af bók heldur Halldór sér alltrútt við efnisþráð Fóstbræðrasögu og
höfuðpersónur hennar og Gerplu halda sömu nöfnum, þeir Þorgeir Hávars-
son og Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld, og raunar fleiri persónur. í upp-
hafi Gerplu tekur höfundur skýrt fram hvar hann stendur. Hann tekst á
hendur að setja saman nýja bók um vestfirðinga þessa tvo, og hefur „úr
mörgum huldum stöðum koma látið um svarahræður þessa þau dæmi nokkur
18 TMM
273