Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 135
Gerpla
aungu máli skiftir það ef frægðarljóma ber á verk hans.“ „Hún kvaddi
hann til aungra verka, en kendi honum að' það er lítilla karla að akast við
bústörf og þrælslegt að draga fiska.“ Eftir þessari hugsjón lifir Þorgeir og
er sjálfum sér samkvæmur út í yztu æsar. Konur vilja blíðka hann, holl-
vinir bregða upp fyrir honum myndum af friðsömu lífi, en slíkt orkar ekki á
hann „og er sá maður Iægst lagður er að konum hokrar“, ámælir hann Þor-
móði. Hann gengur beint af augum, alla tíð, með hugann á því einu að leita
uppi einhverja til að berjast við og geta sér frægðar í orustu, viðurkennir ekki
ófarir né hvikar frá boðorðum móður sinnar, og brugðu honum margir um
heimsku. „Þorgeir sagði að um sina heimsku mundi fara sem um önnur
efni, þar mundu vopnin ein upp kveða sannan dóm og úrskurð.“
Þorgeir er af einum heimi, Þormóður af tveim. Hann er þannig kynntur:
„Hann nam skáldskap og önnur vísendi af föður sínum og kunni úngur
mörg fræði um konúnga og jarla þá er mestir hafa verið dugandismenn til
fólkvíga og annarra ágætra verka á Norðurlöndum, svo og af ásum, völs-
úngum, ylfíngum og þeim nafnfrægum hetjum er við tröllkonur glímdu; þá
kunni og sveinninn mart um ástir þær hinar miklu er menn náðu að hafa
af konum að upphafi heimsins, þá er Brynhildur svaf á fjallinu; enn vissi
hann að segja frá svönum þeim er að sunnan flugu og á nesi settust, og
lögðu frá sér hami sína og tóku að spinna mönnum. Hann kunni og þau
býsnleg fræði er segja fyrir endalykt heimsbygðar og ragnarök“. Þormóður
hefur sömu hetjuhugsjón og Þorgeir og veit að það er æðsta skylda skálds
að „stæra hróður“ hetjunnar, en það toga hann sterk öfl lífs og ástar burt
frá hugsjón hans. Hann á jafnvel til að gleyma henni langtímum, og mundi
ef til vill hafa glatað henni ef Þorgeir hefði ekki minnt harkalega á sig og
skapað honum örlög, eigi síður en tröllkona sú og valkyrja sem köstuðu á
meðal sín fjöreggi hans. Þegar „örlagahöfuð" Þorgeirs sótti hann heim,
hlýðir hann ótrauður kalli, gengur frá höfuðbóli sínu við Djúp „þar sem
gæska og birti verður meiri en á öðrum stöðum á heimsbygðinni“ og frá
„þeim svani er eingin drotníng hefur borin verið hennar líki“ og leggur lönd
undir fót til að hefna Þorgeirs. „Hef eg alt í hendur látið einum þræli út-
lendum, sakir þeirrar frægðar sem er hverri eign efri, og þess lofs sem
skáldið er kjörinn að færa ríkum konúngi og görpum hans, svo að uppi
sé með guðum og mönnum meðan aldir renna“.
Draumahöllin hrynur
Þessar hugsjónir þeirra svarabræðra verða í atburðarás sögunnar æði hart
277