Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 135
Gerpla aungu máli skiftir það ef frægðarljóma ber á verk hans.“ „Hún kvaddi hann til aungra verka, en kendi honum að' það er lítilla karla að akast við bústörf og þrælslegt að draga fiska.“ Eftir þessari hugsjón lifir Þorgeir og er sjálfum sér samkvæmur út í yztu æsar. Konur vilja blíðka hann, holl- vinir bregða upp fyrir honum myndum af friðsömu lífi, en slíkt orkar ekki á hann „og er sá maður Iægst lagður er að konum hokrar“, ámælir hann Þor- móði. Hann gengur beint af augum, alla tíð, með hugann á því einu að leita uppi einhverja til að berjast við og geta sér frægðar í orustu, viðurkennir ekki ófarir né hvikar frá boðorðum móður sinnar, og brugðu honum margir um heimsku. „Þorgeir sagði að um sina heimsku mundi fara sem um önnur efni, þar mundu vopnin ein upp kveða sannan dóm og úrskurð.“ Þorgeir er af einum heimi, Þormóður af tveim. Hann er þannig kynntur: „Hann nam skáldskap og önnur vísendi af föður sínum og kunni úngur mörg fræði um konúnga og jarla þá er mestir hafa verið dugandismenn til fólkvíga og annarra ágætra verka á Norðurlöndum, svo og af ásum, völs- úngum, ylfíngum og þeim nafnfrægum hetjum er við tröllkonur glímdu; þá kunni og sveinninn mart um ástir þær hinar miklu er menn náðu að hafa af konum að upphafi heimsins, þá er Brynhildur svaf á fjallinu; enn vissi hann að segja frá svönum þeim er að sunnan flugu og á nesi settust, og lögðu frá sér hami sína og tóku að spinna mönnum. Hann kunni og þau býsnleg fræði er segja fyrir endalykt heimsbygðar og ragnarök“. Þormóður hefur sömu hetjuhugsjón og Þorgeir og veit að það er æðsta skylda skálds að „stæra hróður“ hetjunnar, en það toga hann sterk öfl lífs og ástar burt frá hugsjón hans. Hann á jafnvel til að gleyma henni langtímum, og mundi ef til vill hafa glatað henni ef Þorgeir hefði ekki minnt harkalega á sig og skapað honum örlög, eigi síður en tröllkona sú og valkyrja sem köstuðu á meðal sín fjöreggi hans. Þegar „örlagahöfuð" Þorgeirs sótti hann heim, hlýðir hann ótrauður kalli, gengur frá höfuðbóli sínu við Djúp „þar sem gæska og birti verður meiri en á öðrum stöðum á heimsbygðinni“ og frá „þeim svani er eingin drotníng hefur borin verið hennar líki“ og leggur lönd undir fót til að hefna Þorgeirs. „Hef eg alt í hendur látið einum þræli út- lendum, sakir þeirrar frægðar sem er hverri eign efri, og þess lofs sem skáldið er kjörinn að færa ríkum konúngi og görpum hans, svo að uppi sé með guðum og mönnum meðan aldir renna“. Draumahöllin hrynur Þessar hugsjónir þeirra svarabræðra verða í atburðarás sögunnar æði hart 277
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.