Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Blaðsíða 154
Haraldur Jóhannsson
Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn
i. Ráðstejnan í Bretton Woods 1944
Bandamenn og samstarfsþjóðir þeirra hófu
undirbúning að afnámi hafta á viffskipt-
um og greiffslum milli landa, þegar sá fyr-
ir enda II. heimsstyrjaldarinnar. Og var
þá efst á dagskrá fyrirgreiðsla fyrir yfir-
færslum gjaldmiðla og lánveitingum á
milii landa. í Bretton Woods í New
Hampshire í Bandaríkjunum var haldin
1.-22. júlí 1944 Ráðstefna Sameinuðu
þjóðanna um peninga og fjármál. A ráff-
stefnunni voru undirritaðar stofnskrár Al-
þjóðlega gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðlega
bankans í þágu viðreisnar og framvindu.
Þörf þótti jafnframt vera á alþjófflegum
sáttmála um verzlun, hliðstæðum stofn-
skránum tveimur. Og gerði ráðstefnan um
það samþykkt.
í stuttu máli stefndu bandamenn og
samstarfsþjóðir þeirra að því að skapa
að nýju skilyrðin, sem legið höfðu til
grundvallar viðskiptum og greiffslum á
milli landa án hafta á ofanverðri 19. öld
og fram til 1914. A milli mála fór ekki,
að það gæti þeim þá aðeins tekizt, ef
vemdarstefnum yrði í skefjum haldið og
kreppum bægt frá. Hafizt hlaut að vera
handa um myndun varasjóðs gjald-
miðla. Sjóðinn mundu lönd eiga að bak-
hjalli, meðan þau ynnu bug á tímabundn-
um greiðsluvanda sínum við útlönd. Lönd-
um, sem ættu við grundvallar-misvægi að
etja í greiðslum sínum við útlönd, yrði á
hinn bóginn heimilað að fella gengi gjald-
miðla sinna í samráði við önnur lönd.
Stöðugri og reglubundinni skráningu
gjaldmiðla yrði þannig uppi haldið. Um
leið yrði komið í veg fyrir keppni á milli
landa um að bæta aðstöðu sína til við-
skipta með því að fella gengi gjaldmiðla
sinna. Stefnt var með öðrum orðum að
stöðugu gengi gjaldmiðla í bráð, en sveigj-
anlegu gengi þeirra til langframa. Að þess-
um hluta nýsköpunarinnar laut stofnsetn-
ing Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins. - Ekki
stóð þannig til að veita framlög úr gjald-
eyrissjóðnum tii atvinnulegrar framvindu
og mannvirkjagerða. Lönd með halla á
greiðslum sínum við útlönd geta þegið af
greiðsluafgangi annarra landa fyrir töku
alþjófflegra lána, og þau geta þess vegna
ráðið bót á greiðsluhalla sínum þrep af
þrepi í stað þess að taka allt í einu fyrir
hann með skyndiúrræffum. AS svo miklu
leyti sem lönd, atvinnulega vel stæð, geta
ráðizt í atvinnuleg stórvirki án þess að
setja höft á viffskipti sín viff útlönd fyrir
töku erlendra lána; og að svo miklu leyti
sem lönd, atvinnulega illa stæð, geta hlúð
að atvinnuvegum sínum án þess að setja
höft á viðskipti sín við útlönd fyrir töku
erlendra lána, stuðla að þeim hætti alþjóð-
legar lánveitingar að jafnvægi í greiðslum
á milli landa, örvun atvinnustarfsemi og
jafnvel að vexti heimsverzlunarinnar. Að
þessum hluta nýsköpunarinnar laut stofn-
setning Alþjóðlega bankans í þágu við-
reisnar og framvindu. - A mismunun í al-
þjóðlegum viffskiptum verður ekki bund-
inn endi, nema fallið sé frá íhlutun um
296