Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 169
cru þessi hafin yfir lakmörk sögulegs tínia.
Allur góður skáldskapur er hafinn yfir
fjórðu víddina, og þó finnst mér, sérstak-
lega, að Þorsteinn hafi áður kveðið betur
um Sigurð Breiðfjörð. Kvæðið um hann á
þessari hók cr gott, en hið fyrra er ger-
scmi <SigurSur BreiS/jörð í fyrstu hók höf-
undar).
Hins vegar kynni einhver að segja, ef
talið er bæði of og van á öllu, að skáldið
geri á köflum unnanda sfnum helzt til
harðan skóla því að tilvísanimar og þess-
ar sögulegu grunkveikjur eru einatt bæði
sparar og umsvifalausar. Þessu má þó svara
á þann veg að góðfúsum lesara vorkennisl
ekki að lesa góðar bækur aðrar. Og mikið
rétt, það á ekki að vorkenna skáldum og
þá því síður lesendum. En vitaskuld er
það kostur á kvæði, að öðru jöfnu, að það
sé aðgengilegt; flest ætti að vera núlifandi
Ijóðskáldi hugstæðara en að þrengja les-
endahópinn frekar en þcgar er orðið. Eg
geri mér fyllilega ljóst að um þetta er
tómt mál að tala. Kvæði verður ekki
kveðið, svo vel verði, ef sjónarmið af
þessu tagi eiga að stýra pennanum, miklu
fremur þvert á móti, eins og skelfileg af-
þreyingardæmi sanna. Og það skal standa,
þrátt fyrir þessa athugasemd, að mál og
tungutak Þorsteins er að öðm leyti jafn-
eðlilegt og dagleg ræða.
Það fer ekki á milli mála að það sem
Þorsteinn frá Hamri segir, og vill sagt
liafa, er varnarorð. Hann uggir að um nú-
tíð og framtíð, dregur vil og dul nútíma-
mannsins í efa. Söguleg efni í kveðskap
hans eru cinatt merki þess að í dæmum
genginna kynslóða finnur hann þá festu og
þann styrk sem gæti orðið gott vegamesti.
Sé Þorsteinn frá Hamri „nútímalegt" (!!)
skáld að ljóðstíl og formi, þá er hann, svo
sannarlega, í anda einhver afdráttarlaus-
asti hefðsinninn í íslenskum kveðskap að
sinni. Sumir hafa að vísu stuðulinn og rím-
Umsagnir um bœkur
ið klárara og kvittara af allri villu, cn þá
væri mér furða á því ef andinn fylgdi bók-
stafnum í sama mæli og bókstafurinn lýtur
andanum í kveðskap Þorsteins.
Og það er andi kveðskaparins, hoðin
sem orðin flytja, sem máli skiptir. Ljóða-
hækur Þorsteins bera það greinilega með
sér að efasemdirnar leita æ stríðar á hann
og valda hcnum auknum kvíða; kvíði er
ef til vill rétta orðið. Þessa þarf varla að
ncína dæmin, hvorki úr þessari hók né hin-
urn fyrri; en benda má á hér: „lítið ótta-
slegið orð“ (Stiklarstaðir), „í leiftri uggs“
(Svejnroj), eða til dæmis kvæðin: Þrett-
ánda orð Prédikarans og Veður. I fyrstu
hókum Þorsteins bar meira á beinni gagn-
rýni og l)jóðfélagsádeilu en í þeim síðari
og þar var skáldið opinskárra. I síðustu
bókunum hefur orðfæri mótast af tildurs-
lausu daglegu talmáli og raddstyrkurinn
nálgast hvíslið. Þetta er órofa tengt vax-
andi efa; uggurinn er orðinn nærgöngulli
og kvíðinn andspænis verðandinni yfir-
þyrmandi. Um þetta stoðar ekki að dæma
af eða á; engum er slíkt sjálfrátt og ekki
dreg eg einlægni skáldsins í efa. Og hann
er, síður en svo, einn í kvíða sínum. Eflir
alla bjartsýnina og mitt í hraðfara framför-
um stendur maðurinn enn fullur efasemda,
um efnishyggju sína, og kvíða, um afleið-
ingar hennar; hann lítur á verk sitt og
sér, sem fyrr, að það var ekki gott. Og
Þorsteinn hikar ekki við að benda á það
sem er undirrót hins illa: „Svo er enn
fyrir að þakka / vorri orðlögðu mannlegu
skynsemi". (Fyrirsát). „Og morð er oss í
skapi" segir hann í sama kvæði, og munu
víst orð að sönnu. Sumir hafa stunduin
haft á orði að ekki veiti af glaðværðinni í
þessum heirni okkar, en hana hefur Þor-
steinn ekki lagt til í kvæðum sínum, og
skal að vísu síst lastaður þar fyrir.
„Finnist þér lagt í rústir“; þannig hefst
eitt kvæðanna á þessari bók. Efinn um
311