Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Side 177
Til félagsmanna Máls og menningar
Fyrstu félagsbækur ársins 1973, síðara bindi Frönsku. byltingurinnar og pappírskiljan Um
listþörfina eftir Emst Fischer, eru nú í prentun, og koma út í apríl. Fornaldarsaga As-
geirs Hjartarsonar er einnig komin vel á veg, en sökum þess hve þar er um mikið verk
að ræða og seinunnið, kernur hún nokkrum vikum síðar en hinar tvær.
Undanfarin ár hefur verið stefnt að því að gefa félagsmönnum kost á frjálsara vali
félagsbóka, og verður úrvalið enn aukið á þessu ári. Haldið verður áfram að gefa út
ritverk Þórbergs Þórðarsonar, og er verið að athuga möguleika á að hraða þeirri útgáfu.
Ný útgáfa af Bréji til Láru er í undirbúningi og verða þar teknar með þær ritgerðir sem
Þórbergur skrifaði næstu árin á eftir útkontu Bréfs til Láru og eru því beinlínis tengdar.
En næst á dagskrá verður að líkindum RauÖa hœttan ásamt öllurn þeim ritgerðum sent
liöfundur skrifaði fyrr og síðar um „rauðu hættuna“, og svo Ýmsar ritgerSir í tveimur
bindum. Þar með verða allar ritgerðir Þórbergs Þórðarsonar komnar út í bókarformi.
Ofvitinn, sem Mál og menning gaf út 1964, er nú uppseldur, og er nauðsynlegt að endur-
prenta þá bók.
Pappírskiljuútgáfan verður aukin á árinu. Fyrir utan bók Fisclters, sem áður er nefnd,
er í undirbúningi bók eftir Hjörleif Guttormsson sem heitir til bráðabirgða Umhverfi
mannsins, og úrval úr ritgerðum Brynjólfs Bjamasonar í tveimur bindum. Kann þó að
vera að fleiri pappírskiljur eigi eftir að bætast við.
1 næsta hefti verður birt nákvæm áætlun um félagsútgáfu ársins 1973.
Af Heimskringlubókum eru í prentun tvö næstu bindi af LjóSasafni Jóhannesar úr
Kötlum, og kemur að minnsta kosti annað þeirra mjög bráðlega. Tvær ljóðabækur eftir
unga höfunda konta cftir páska, önnur eftir Baldur Óskarsson, sem Heimskringla hefur
áður gefið út eftir eina l)ók, en hin er eftir Pélur Gunnarsson og er fyrsta bók höfund-
arins. En meðal Heimskringlubóka síðar á árinu er síðara bindi af Skúla Thoroddscn
eftir Jón Guðnason, sem margir hafa beðið með eftiivæntingu.
Það mun án efa gleðja félagsmenn að bókaútgáfa Máls og menningar og Heimskringlu
gekk mun betur á árinu 1972 en oft áður, þó að vísu hafi henni verið skorinn þrengri
stakkur en forráðamenn félagsins hefðu óskað. Ekki er þó ástæða til að hrósa happi of
snemma, og enn býr félagið við vanefni sem há rekstri þess, og því er ckki að leyna að
með jafn takmarkaðri útgáfu og var árið 1972 er mjög eríitt að brjóta upp á þeiin nýj-
ungum í bókaútgáfu, bæði menningarlegum og tæknilegum, setn þó eru nauðsynlegar
þegar til lengdar lætur.
Fyrir tveimur árum gaf Mál og menning út hlutdeildarskuldabréf til styrktar rekstri
félagsins; var birt auglýsing um þau í 2. hefti Tímaritsins 1971. Sala þsssara bréfa hefur
gengið aUvel, og hafa þeir fjármunir komið að góðu gagni. Enn eru þó óseld bréf upp
á rúmlega hálfa milljón króna, og má mikið vera ef ekki finnast 100 félagsntenn sem
væru reiðubúnir að lána Máli og menningu 5000 krónur hver.
S. D.
319