Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 14
Tímarit Máls og menningar ríkjunum. Það gerði mörgum kleift að ferðast með meiri hraða en nokkurn konung hefði dreymt um áður. Smám saman ályktuðu menn síðan sem svo, að það að ferðast á þægilegan hátt merkti að fara sem hraðast. En þegar síðari þáttaskilin í sögu samgangna voru liðin hjá, höfðu farartækin skapað meiri fjarlægðir milli staða en þau hrúuðu með góðu móti. Þjóðfélagið fór að eyða meiri tíma í samgöngur en það „sparaði“. Nóg er að átta sig á raunveruleik þessara þáttaskila til að sjá í nýju ljósi þá félagslegu kreppu, sem við búum við nú í dag. A einum áratug hafa marg- ar helztu stofnanir þjóðfélagsins lagt síðari þáttaskilin að baki. Ekki verður lengur sagt um skóla, að þeir séu hæfir til að veila menntun; bílar eru ekki lengur heppileg samgöngutæki; færibandið er ekki lengur boðlegt fram- leiðslutæki! Á sjöunda tug aldarinnar hafa þjóðfélög einkum brugðizt við hinni vax- andi óánægju með því að ýta enn sterklegar undir þróun tækninnar og skrif- stofuvaldsins. Aukin samþjöppun valds er orðin helzta úrræði iðnvæddra þjóða. I þessu samhengi varpar stríðið í Víetnam ljósi á þróunina, en dylur jafnframt ýmsa þætti hennar. Þar hefur heimurinn fengið að sjá þessum úr- ræðum beitt í reynd á afmörkuðu styrjaldarsvæði, en stríðið dregur einnig athyglina frá því, að verið er að beita sömu úrræðum á mörgum öðrum svið- um, þar sem friður ríkir, að kallað er. Gangur stríðsins hefur sýnt, að það kemur hægfara skæruliðaher í hag, þegar andstæðingurinn magnar hina nafnlausu, ópersónulegu stríðsvél sína. Og margir Bandaríkjamenn telja að fénu, sem sóað er í stríðið í Víetnam, væri betur varið til að binda endi á fátæktina heima fyrir. Aðrir mundu fremur kjósa að nota þær 20 billjónir, sem stríðið hefur kostað fram að þessu, til þróunarhj álpar, en til hennar er nú aðeins varið 2 billjónum dollara. Þeir sjá ekki, að hið raunverulega eðli er það sama, hvort sem um er að ræða friðsamlega baráttu gegn fátækt eða blóðuga haráttu gegn skoðanaandstæðingum. I báðum tilvikum eykur bar- áttan á það, sem henni var ætlað að útrýma. Þótt reynslan sýni, að þessi aðferð leiði til ósigurs, hefur vaxtar-, þróunar- og aukningaræðið fest rætur svo djúpt, að ekki hvarflar annað að mönnum til úrræða en að gera enn meira af því, sem þegar er verið að gera. Ekki er aðeins beðið um fleiri sprengjur og fleiri lögregluþjóna, fleiri læknisrann- sóknir og fleiri kennara, heldur einnig um meiri upplýsingar og meiri rann- sóknir. Aðalritstjórinn við Bulletin of Atomic Scientists telur, að flest vandamál okkar nú eigi rót að rekja til nýfenginnar þekkingar, sem hefur verið nýtt á rangan hátt. Og svo ályktar hann, að bezt sé að bæta úr vand- 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.