Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 20
Tímarit Máls og menningar
1
DUGLEYSI
Þetta er fyrsta borgin á leið þeirra, og til að verða sér úti um fyrstu aur-.
ana hafa systurnar í frammi lítinn prett. A rölti sínu í skemmtigarði borg-
arinnar svipast þær um eftir hjónum. Anna II rýkur svo á eiginmanninn,
einsog hún þekki hann, faðmar hann að sér, gefur honum ákúrur, í stuttu
máli, kemur lionum í bobba, en Anna I reynir jafnframt að hemja hana.
Þá ræðst Anna II skyndilega að frúnni og ógnar henni með sólhlífinni, og
Anna I krefur manninn á meðan um borgun fyrir að reka systur sína
burt. Þennan prett leika þær mjög hratt nokkrum sinnum. En þá ber svo til
þegar Anna I reynir í eitt skipti að kúga peninga af eiginmanni, sem hún
hefur ginnt til sín frá konu hans, að hún sér með skelfingu að Anna II hefur
svikist um að vinna sitt verk og situr sofandi á bekknum. Hún þarf að vekja
hana og sjá til þess að hún vinni.
LJÓÐ FJÖLSKYLDUNNAR
Vonandi bætir Anna okkar ráð sitt
Hún var snemma svo makráð og sérgóð
Og ef maður ekki dró hana framúr bólinu
Komst hún aldrei á lappir á morgnana
Og þá sögðum við jafnan: Letin
Er móðir allra lasta, Anna.
Afturámóti er Anna okkar
Einatt mesta skynsemdarstúlka
Hlýðin og foreldrum sínum eftirlát
Og hún breytir ekki vana sínum, ötlum við að vona
Og vinnur sín störf án undanbragða
í ókunnugum stað.
146