Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 39
Ertu nú ánœgS, kerling?
Hann fór til heimilislæknisins þeirra og fékk Miraphront-belgi. Þeir áttu
að minnka matarlöngunina svo að léttara yrði fyrir hana að halda í við sig.
Læknirinn sagðist ekki hafa neitt sem neyddi konuna til þess að hætta að
borða. Hann sagði hins vegar að það gæti verið afbragðsráð að eignast tvö
börn. Þá fengi hún meira að snúast við heima fyrir og þá mundi líkaminn
brenna meira af þeirri fæðu sem hann tæki til sín. Maðurinn þóttist hrifinn
en var það ekki. Hann hafði alltaf viljað að þau drægju það að koma sér upp
hörnum þangað til þau væru búin að byggja og fá sér innbú í nýja húsið því
að börn kosta svo mikla peninga.
Miraphront-belgirnir voru eins og dropar í hafið. Það var sýnilegt að ekk-
ert gat mettað þessa óseðjandi matarlöngun konunnar. Hún fataði sig upp
en brenndi sig á því að kaupa mátuleg föt. Hún var varla búin að fara í þau
þegar hún varð að henda þeim. Hún fór að ganga í víðum slopp sem var
hundinn að framan. Það var endalaust hægt að víkka hann. Hún var hætt að
mála sig.
Þetta var farið að fara í taugarnar á honum. Það var ami að því að horfa
á hana. Hann hafði óneitanlega verið óheppinn með konu og hann sá fyrir sér
allar þær ánægjustundir sem hann gæti átt með fallegri, vel klæddri og mál-
aðri konu. Hún fann þetta líka og reyndi að verða sem minnst á vegi hans.
Þegar hann kom heim klukkan ellefu beið maturinn hans á borðstofuborðinu
en hún var fram í eldhúsi. Svo tók hún af borðinu og setti í uppþvottavélina
þegar hann var farinn inn í húsbóndaherbergið til að vinna í bókhaldinu.
Þetta gat gengið, eins og önnur hjónabönd, á meðan þetta var skipulagt
svona. Hann þurfti ekki að horfa á hana og gat unnið í friði. Þess vegna
gramdist honum sárlega einu sinni þegar hann kom heim á grámóskulegum
föstudegi til þess að horða hádegismat en það var enginn matur á borðstofu-
borðinu. Þetta var óþolandi. Nú yrði hann að sjá hana. Hann hryllti við til-
hugsuninni en hann var svangur og bókhaldið beið. Hann beit á jaxlinn og
fikraði sig að eldhúsdyrunum. Þar nam hann staðar eitt andartak. Að innan
heyrðist hryglukennt taut. Hann opnaði og leit eins og af tilviljun upp í Ijósa-
hjálminn: Enginn matur í dag? Kannski megrun yfir línuna? Ekkert svar
nema þetta hryglandi taut.
Hann leit snöggt neðar. Konan hans lá á bakinu, hafði sjálfsagt skrikað
fótur í einhverri slepju og þá skollið á gólfið. Kringum hana var brotið leir-
tau og stórar slettur af gúllasinu sem hann hafði skilið eftir við síðustu kvöld-
máltíð.
Hjálpaðu mér að standa upp, heyrðist honum flykkið á gólfinu segja.
165