Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 39
Ertu nú ánœgS, kerling? Hann fór til heimilislæknisins þeirra og fékk Miraphront-belgi. Þeir áttu að minnka matarlöngunina svo að léttara yrði fyrir hana að halda í við sig. Læknirinn sagðist ekki hafa neitt sem neyddi konuna til þess að hætta að borða. Hann sagði hins vegar að það gæti verið afbragðsráð að eignast tvö börn. Þá fengi hún meira að snúast við heima fyrir og þá mundi líkaminn brenna meira af þeirri fæðu sem hann tæki til sín. Maðurinn þóttist hrifinn en var það ekki. Hann hafði alltaf viljað að þau drægju það að koma sér upp hörnum þangað til þau væru búin að byggja og fá sér innbú í nýja húsið því að börn kosta svo mikla peninga. Miraphront-belgirnir voru eins og dropar í hafið. Það var sýnilegt að ekk- ert gat mettað þessa óseðjandi matarlöngun konunnar. Hún fataði sig upp en brenndi sig á því að kaupa mátuleg föt. Hún var varla búin að fara í þau þegar hún varð að henda þeim. Hún fór að ganga í víðum slopp sem var hundinn að framan. Það var endalaust hægt að víkka hann. Hún var hætt að mála sig. Þetta var farið að fara í taugarnar á honum. Það var ami að því að horfa á hana. Hann hafði óneitanlega verið óheppinn með konu og hann sá fyrir sér allar þær ánægjustundir sem hann gæti átt með fallegri, vel klæddri og mál- aðri konu. Hún fann þetta líka og reyndi að verða sem minnst á vegi hans. Þegar hann kom heim klukkan ellefu beið maturinn hans á borðstofuborðinu en hún var fram í eldhúsi. Svo tók hún af borðinu og setti í uppþvottavélina þegar hann var farinn inn í húsbóndaherbergið til að vinna í bókhaldinu. Þetta gat gengið, eins og önnur hjónabönd, á meðan þetta var skipulagt svona. Hann þurfti ekki að horfa á hana og gat unnið í friði. Þess vegna gramdist honum sárlega einu sinni þegar hann kom heim á grámóskulegum föstudegi til þess að horða hádegismat en það var enginn matur á borðstofu- borðinu. Þetta var óþolandi. Nú yrði hann að sjá hana. Hann hryllti við til- hugsuninni en hann var svangur og bókhaldið beið. Hann beit á jaxlinn og fikraði sig að eldhúsdyrunum. Þar nam hann staðar eitt andartak. Að innan heyrðist hryglukennt taut. Hann opnaði og leit eins og af tilviljun upp í Ijósa- hjálminn: Enginn matur í dag? Kannski megrun yfir línuna? Ekkert svar nema þetta hryglandi taut. Hann leit snöggt neðar. Konan hans lá á bakinu, hafði sjálfsagt skrikað fótur í einhverri slepju og þá skollið á gólfið. Kringum hana var brotið leir- tau og stórar slettur af gúllasinu sem hann hafði skilið eftir við síðustu kvöld- máltíð. Hjálpaðu mér að standa upp, heyrðist honum flykkið á gólfinu segja. 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.