Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 42
Tímarit Máls og menningar
og fyrir fjöldann allan af sokkabandsriddurum;
myrkur af þreytu og dauðans nánd
sneri hann heim
á Square d’Orléans.
Þá brennir hann frumdrætti sína
og handrit,
umfram allt engar leifar, brot, minnisblöð,
þá óheiðarlegu votta -,
sagði að síðustu:
„tilraunir mínar eru fullkomnar
eftir því sem í mínu valdi stóð.“
Sérhver fingur átti að spila
með þeim þrótti sem var eiginlegur byggingu hans,
fjórði fingur er veikastur
(aðeins samvaxinn bróðir löngutangar).
Þegar hann byrjaði
lágu þeir á e, fis, gis, h, c.
Sá sem einhverntíma hefur hlustað
á sumar prelúdíur hans,
hvort heldur í landhúsum eða
upp til fjalla
eða út um opnar svaladyr,
til dæmis á heilsuhæli,
mun gleyma því seint.
Aldrei samdi hann neina óperu,
ekki neina symfóníu,
ekkert nema þessar harmþrungnu nótnaraðir
af listamannslegri sannfæringu
og með lítilli hendi.
Þýtt úr Statísche Gedichte, 1948.
168