Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 45
Níu korn Uppúr þessu kom strætisvagninn og samtalið milli stúlknanna varð ekki lengra hvað alheimsmálin varðar. Og þær héldu báðar áfram að lesa sömu kennslubækurnar og áður. 3. Korn. Eining. I fjörunni við veginn inn í þorpið voru þrír menn. Þeir stóðu uppundir lágum malarkambi og héldu á snjáðum nestistöskum og ýmiskonar hand- verkfærum. Þeir höfðu staðið' þarna alllengi, enda þótt það sé almenn venja að menn með handverkfæri standi ekki mjög lengi hreyfingarlausir í einu. (Allavega meðan ekki er atvinnuleysi eða verkfall.) Ástæðan fyrir hinni löngu stöðu mannanna þriggja var lítill sjónleikur, er gerðist við trönur, allnokkru utar við malarkambinn. Tylft snj ótittlinga flögr- aði í hafgolunni og hrakti á undan sér rytjulegan hrafn. Surtur krúnkaði illskulega og reyndi að forðast áreitni smáfuglanna. En þeir sýndu enga miskunn og það var eins og þeir væru samtaka í að hindra svartfyglið í að flýja staðinn. - Þetta er krummaskrattanum mátulegt, sagði einn mannanna. - Já hann stelur af mófuglunum, þetta er leiðinda ránfugl þótt vitur sé, sagði annar. - Þeir ráða við hann af því að þeir eru svo margir og samtaka, sagði sá þriðji. Fuglarnir héldu baráttunni áfram, en mennirnir öxluðu hluta byrðanna og snéru uppá veginn. - Svona fer þetta áreiðanlega, sagði sá, er fremstur fór. - Hvað? kallaði sá siðasti. Maðurinn sem fetaði fyrstur svaraði ekki. Hann bandaði frá sér með lausu hendinni og rétti snöggt úr bakinu. 4. korn. Trúin. Gömul kona lá fyrir dauðanum. Var mjög af henni dregið. Nánasta ættfólk hennar hafði numið síðustu orð hennar til hvers og eins. Sumir kvatt hana. Eldsnemma morguns lætur hún kalla fyrir sig dóttursoninn, yngstan. Feim- inn og hnípinn drengurinn gengur hikandi að rúmi ömmu sinnar. Gamla kon- an tekur máttvana hendi um handlegg honum. Röddin titrar. Hún segir lágt: 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.