Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 45
Níu korn
Uppúr þessu kom strætisvagninn og samtalið milli stúlknanna varð ekki
lengra hvað alheimsmálin varðar.
Og þær héldu báðar áfram að lesa sömu kennslubækurnar og áður.
3. Korn. Eining.
I fjörunni við veginn inn í þorpið voru þrír menn. Þeir stóðu uppundir
lágum malarkambi og héldu á snjáðum nestistöskum og ýmiskonar hand-
verkfærum.
Þeir höfðu staðið' þarna alllengi, enda þótt það sé almenn venja að menn
með handverkfæri standi ekki mjög lengi hreyfingarlausir í einu. (Allavega
meðan ekki er atvinnuleysi eða verkfall.)
Ástæðan fyrir hinni löngu stöðu mannanna þriggja var lítill sjónleikur, er
gerðist við trönur, allnokkru utar við malarkambinn. Tylft snj ótittlinga flögr-
aði í hafgolunni og hrakti á undan sér rytjulegan hrafn.
Surtur krúnkaði illskulega og reyndi að forðast áreitni smáfuglanna. En
þeir sýndu enga miskunn og það var eins og þeir væru samtaka í að hindra
svartfyglið í að flýja staðinn.
- Þetta er krummaskrattanum mátulegt, sagði einn mannanna.
- Já hann stelur af mófuglunum, þetta er leiðinda ránfugl þótt vitur sé,
sagði annar.
- Þeir ráða við hann af því að þeir eru svo margir og samtaka, sagði sá
þriðji.
Fuglarnir héldu baráttunni áfram, en mennirnir öxluðu hluta byrðanna og
snéru uppá veginn.
- Svona fer þetta áreiðanlega, sagði sá, er fremstur fór.
- Hvað? kallaði sá siðasti.
Maðurinn sem fetaði fyrstur svaraði ekki. Hann bandaði frá sér með lausu
hendinni og rétti snöggt úr bakinu.
4. korn. Trúin.
Gömul kona lá fyrir dauðanum. Var mjög af henni dregið. Nánasta ættfólk
hennar hafði numið síðustu orð hennar til hvers og eins. Sumir kvatt hana.
Eldsnemma morguns lætur hún kalla fyrir sig dóttursoninn, yngstan. Feim-
inn og hnípinn drengurinn gengur hikandi að rúmi ömmu sinnar. Gamla kon-
an tekur máttvana hendi um handlegg honum. Röddin titrar. Hún segir lágt:
171