Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 72
Rögnvaldur Finnbogason Helgimyndir og myndbrjótar Til er gömul sýrlenzk sögn um það, að farið hafi bréfaskipti milli Krists og Abgarusar nokkurs, smákonungs í Edessu. Sagan virðist vel kunn á dögum Evsebiusar kirkjuföður, en hann var biskup í Cesareu á fyrri hluta 4. aldar, vildarvinur og ráðgjafi Konstantíns mikla. Biskup greinir frá bréfi þessu í Kirkjusögu sinni, sem nær fram til ársins 324. En svo undarlegt sem það kann að virðast, láist biskupi að geta um andlitsmynd þá af Kristi, gjörða á líndúk, er sagan segir að hann liafi sent konungi í þakklætisskyni fyrir að hann skyldi bjóða honum hæli og skjól innan virkismúra Edessuborgar fyrir yfirgangi Júða, en konungur hafði jafnframt leitað á náðir Krists til að fá lækningu meina sinna. Myndin sá að vísu ekki dagsins ljós fyrr en 5 öldum síðar, en þessi langa gleymskuþögn um jafnhelgan dóm og nákvæma andlits- mynd Frelsarans er skýrð með fáfræði frumkirkjunnar, en einhver af hennar þjónum hafði huslað myndina í veggskáp kirkju, þaðan sem hún var dregin fram í dagsljósið hálfu árþúsundi síðar af merkum biskupi, svo samtíð hans fengi sýnt dýrgripnum viðhlítandi lotning. Fyrsta undur og stórmerki er gerðist í sambandi við mynd þessa var það, að hún barg borginni Edessu úr herkví Nússhirvans, sem um hana sat. Brátt komst sú saga á kreik, að myndin væri tryggðapantur er Kristur hefði gefið borginni, svo hún félli aldrei í hendur óvinaherjum. Hinn forni sagnaritari Procopius segir að vísu nokkuð á aðra lund frá viðureign Edessumanna og hins persneska herkonungs Nússhirvans. Harðfylgi og hetjuleg vörn borgar- búa ásamt með ríflegu lausnargjaldi hafi bjargað borginni. En hann nefnir hvergi að þar hafi hið helga palladium - eða andlitsmynd Krists - komið við sögu, þótt Evagrius kirkjusöguritari beri hann fyrir þeirri sögn, að þá er helgidómurinn hafi verið borinn fram á virkisveggi Edessu hafi eldur og eimyrja hlaupið á her Persa og stökkt þeim á flótta. - En eftir þessa lausn, sem öll var þökkuð hinum helga dómi, var myndinni sýnd hin dýpsta lotning og valin veglegri staður en fyrr. Og þótt Armeningar legðu aldrei trúnað á sögu þá sem hér er sögð, gerðu Grikkir það. 198
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.