Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 73
Helgimyndir og inyndbrjótar Þeir eignuöust snemma Kristsmynd þá sem engin dauðleg hönd hafði gjörða heldur var talin sköpun himnasmiðsins sjálfs. Ef til vill geta menn ráðið í það, hversu mjótt er mundangshófið milli skurðgoðadýrkunar þeirr- ar, sem var hinum fornu Hebreum andstyggð, og þeirrar tilbeiðslu á helgum myndum af himni föllnum, sem nú fór eins og eldur í sinu um rómverska ríkið, með því að hlýða lofsöng til einnar slíkrar myndar. Þar segir: „Hvern- ig mega dauðleg augu vor meðtaka dýrð þessarar myndar, þegar herskarar himnanna fá ekki litið dýrðarljóma hennar? Hann er býr á himni hefur á þessum degi stigið niður til að vitja vor í þessari mynd. Hann er ríkir yfir kerúbunum hefur í dag heimsótt oss í mynd þessari, sem gjörð er með ó- flekkaðri hendi föðurins, og hann hefur dýrlega gjörða og vér tignum með tilbeiðslu vorri, ótta og ást.“ Þannig var komið í lok 6. aldar. Hin forna skurðgoðadýrkun, sem spá- menn Gamla testamentisins börðust hatrammlega gegn, hafði borið sigurorð af frumkristilegu banni við skurðgoðadýrkun, hinar nýju myndir voru vafð- ar hið ytra í kristilegan helgikufl, en fyrir allri alþýðu manna var hér hin gamla dýrkun inyndarinnar upptekin. Palladium var hin fræga mynd kölluð í Róm til forna, mynd af Pallas sem var annað nafn á Aþenu hjá Grikkjum og Rómverjar töldu vera gyðjuna Minervu. Myndin var sögð hafa fallið af himnum sem svar við bæn Ilusar stofnanda Trójuborgar. Og víst er um það, að ekki fengu Grikkir unnið Tróju fyrr en þessari mynd, palladium, hafði verið stolið af Díomedesi og hún borin úr borginni. Mynd þessi var síðar tignuð og tilbeðin í Vestuhofi í Rómaborg. Og nú voru slíkar myndir í hverri borg hins rómverska heimsveldis og öllum herbúðum keisarans. Hin heiðnu goðmögn höfðu haft hamskipti, í stað heiðinna vætta voru komnir kristnir dýrlingar og píslarvottar. Tilbeiðsluformið var hið sama og á dögum Arons, menn þurftu eitthvað áþreifanlegt, ef ekki vildi betur til þá kálf af gulli gjörðan. Og myndirnar voru yfirjarðneskar, ekki sköpunarverk dauð- legra handa, heldur af himnum fallnar eins og palladium forðum. Þær bjuggu yfir huldum verndarmætti, þær léttu af plágum og farsóttum, þær stökktu herjum á flótta, þær glæddu von hinna vonarsnauðu, hersveitir fyllt- ust sigurvissu þar sem slikar myndir voru bornar í herbúðir fyrir orustu. Myndirnar unnu kraftaverk og þær tímguðust á yfirnáttúrlegan máta, gátu af sér nýjar myndir, sem þá geymdu hinn dulda himneska mátt sem frum- myndin hafði átt fyrir. Þannig var þetta fyrir sjónum alþýðu og enginn skyldi ætla að hinir lærðu feður helgrar kirkju hafi hugsað mjög á aðra lund eða vísvitandi vélt um fyrir fólkinu. Hjátrú þeirra var hrein og flekklaus 199
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.