Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 106
Tímarit Máls og menningar vísindalega hugsun hafði einmitt þróast í baráttunni gegn hreinum draum-' órakenndum hugmyndum, þ. e. a. s. í gagnrýni á hinni frumstæðu reynslu. I bókinni La psychanalyse du feu (Sálgreining eldsins) skrifaði hann um þær skáldlegu hugmyndir, sem venjulega eru lengdar eldinum, til þess að vekja athygli á ákveðnu samsafni rangra og heimskulegra hugmynda, sem vísinda- leg hugsun nútímans átti að geta útrýmt. En það kom í ljós að það var hættulegur leikur að fást við skáldskap og táknmál. Þegar í hók sinni L’eau et les réves (Vatnið og draumarnir), sem kom út árið 1942, varð hann að viðurkenna, að honurn liafi ekki tekist að leysa upp táknmál vatnsins eins rækilega og hann taldi, að sér hefði tekist með táknmál eldsins. Ljóðræna vatnsins angraði hann ennþá. Og á síðustu 20 árum ævi sinnar varð liann æ heillaðri af draummyndum skáldskaparins Reyndar breytti hann alls ekki skoðunum sínum á vísindunum, en að lokum, eins og hann sagði sjálfur, skrifaði hann ekki aðeins með góðri sam- visku um vísindi, heldur einnig um skáldskap. Síðasta bók hans La flamme d’une chandelle (Kertalog) ber vitni um breytinguna í hugsun hans: Ljóð- ræna vatnsins er nú ekki lengur hreinn hégómi, heldur djúp viska. Hér er ekki ætlunin að gera grein fyrir meginþætti heimspeki Bachelards. Sá þáttur er ekki til. Aftur á móti væri hægt að lýsa mismunandi stigum í hugsun hans og sá háttur yrði efalaust bestur, en þó alltof umfangsmikill. Við verðum því að láta okkur nægja að atliuga tvo þætti: hinn fyrri um vísinda- kenninguna og þann seinni um skáldskapinn. Bókin La philosophie du non (Heimspeki neitunarinnar) er ef til vill mikil- vægust þeirra mörgu bóka sem Bachelard skrifaði um það, sem hann kallaði hinn nýja vísindalega anda eða hina vísindalegu menningu. Þar gagnrýnir hann hinn algenga og gagnkvæma misskilning vísindamanna og heimspek- inga. Vísindamaðurinn álítur gjarnan, að hin sanna heimspeki geti aðeins verið yfirlit yfir þær niðurstöður, sem vísindin hafa komist að; hann gerir sér ekki Ijóst, að það er samhengið og einkenni vísindalegrar hugsunar sem slíkrar, sem er hið heimspekilega vandamál. Á hinn bóginn telur heimspek- ingurinn oft, að raunveruleg vísindi hvíli á ofur einföldum grundvallarlög- málum, sem hægt sé að skilja með fáeinum dæmum; hann uppgötvar ekki, að hann er á eftir tímanum, því að vísindin í dag eru ekki lengur í því fólg- in að vísindamaðurinn sanni ákveðin fyrirframgefin lögmál, eins og margir töldu á tímum hinna sígildu vísinda; nú breyta menn lögmálunum sjálfum i samræmi við niðurstöður tilrauna og þær ályktanir, sem af þeim eru dregnar. N, 232
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.