Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 110
Tímarit Máls og menningar (Skáldskapur draumóranna), sem Bachelard skrifaði á síðustu árum ævi sinnar. Frá vísindaheimspeki án mynda, fer Bachelard yfir í heimspeki hinna hreinu mynda án vísinda. Hann heldur því nú fram, að það sé heimskulegt að ætla sér að skilja skáldlega mynd á kuldalegan og raun- sæjan hátt; hana sé einungis hægt að skilja með aðdáun. Og þess vegna tilheyra athuganir á einkalífi höfundar, píslarsögu, persónuleika og öðru slíku, ekki skilningi á ljóði hans. Ljóðið er ekki tjáning á sögulegri þróun, heldur aðeins á því augnabliki, sem það verður til og á þeirri beinu athöfn, sem fram kemur við sköpun þess. En hvað sem öðru líður, þá er það ekki skáldskapurinn sem svo mjög vekur áhuga Bachelards, heldur hinir skáldlegu draumórar. Þegar hann les skáldskap, er það einmitt vegna þess, að til eru ljóð, sem geta haft andrík áhrif á dagdrauma. En hann gerir skarpan greinarmun á dagdraumum og draumum næturinnar. Næturdraumarnir eru ekki okkar, segir hann. Við getum hvorki hrifist af þeim eða glaðst yfir þeim, né fundið okkur sjálf í þeim. Aðeins í dagdraumunum staðfesti ég tilveru mína: ég veit þegar ég ranka við mér, að mig er að dreyma. En þegar sofandann dreymir, hverfur hann sjálfum sér inn í nafnleysið, og sálkönnuðir halda því fram með réttu, að það sé ekki sjálfið heldur dulvitundin, sem hrærist í draumi hins sofandi manns. En hvers vegna eru dagdraumarnir svona þýðingarmiklir fyrir okkur? Þeir eru það, svarar Bachelard, vegna þess að þeir eru fyrst og fremst draumórar um bernskuna - réverie vers l’enfance. Slíkir dagdraumar felast ekki einungis í því, að menn minnist ákveðinnar reynslu úr bernsku. Þeir lýsa sér í því, að menn flétta þessa reynslu inní veröld bernskunnar, þar sem maðurinn er einn með heiminum. Og hin miðlæga, ljóðræna mynd bernskunnar er hið lygna vatn, hið kyrra sofandi vatn í tjörn og brunni. Þetta vatn er ímynd ham- ingju mannsins. En veröld bernskunnar getur einnig verið húsið eða sá staður, þar sem maður á í raun og veru heima; það er hamingjunnar hús. Bachelard segir þar að auki, að vera hamingjunnar og kyrrðarinnar felist í tilveru hins kvenlega, en tilvera hins karllega sé ímynd þeirrar veru sem krefst, áætlar og hefur áhyggjur. I raunverulegri tilveru sinni er þó sérhver manneskja bæði kvenleg og karlleg. Samt er manneskjan neydd til að útiloka hið kvenlega, þegar hún vill verða vísindamaður, og hið karllega, þegar um skáldskap og drauma er að ræða. Tilvera hins karllega kemur eigi að síður fram í margvíslegri athöfn, en hin kvenlega tilvera hefur aðeins eina ástríðu, sem er sú að sækja innblástur í dagdrauma. Draumóramaðurinn getur því 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.