Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 114
Tímarit Máls og menningar aristafla fomfáleg og umgerð utan um nýstárleg. Sú dvergasmíð er gerð af nemanda Stefáns myndskera, og hét sá maður Jóhannes og þótti svo yfrið efnilegur að gizkað var á að liann færi til Svíþjóðar til að afla sér frekari leikni í list sinni, en af því varð ekki, heldur fór hann langa leið að hitta unnustu sina, varð úti og dó. Og mun nú fátt til marks um hagleik hans nema þessi altaristafla. Allar frásagnir af þessum landshluta, einkum séu þær gamlar, eru vofeif- legar og dimmar, en reyndar sat hér eitt hið elskulegasta ljóssins skáld á sævarbergs stalli og sá út í drungann, en hann var eiginlega ekki Snæfelling- ur, heldur af einlægum biskupum kominn og þeirra frúm. Móðir hans varð svo gömul að hún gleymdi áttum og tungli, hélt sumar vera á vetri, og hey- skap í hríðarbyljum hinum hörðustu sem komið hafa síðan á sautjándu öld. Sjálfur var hann hinu sama sári særður sem öll skáld hafa verið á öllum öld- um, hann elskaði stúlku. Það segja þeir sem þekkja að fátt geti ömurlegra. Sama er hve fögur stúlkan er og góðhjörtuð, nema verra sé, og þetta vissu fornskáldin: böl gerir mig fölvan, sá geisli sýslir . . . óþurft mína, o. s. frv. án enda. Aldrei annað. Aldrei neitt gott. Annað skáld ólst þarna upp: halt eins og Byron, skáld eins og Byron, kvennagull eins og Byron. Af böli jarðvistar sinnar fékk hann ómældan skammt, en vegna þess líklega að hann átti enga stúlku til að þreyja, tók hann sér fyrir hendur að yrkja um hitt (þ. e. a. s. ómælda skammtinn). Síðan orti hann ekkert. Það er álitið að þetta geri ekkert til, eitt kvæði getið verið betra en mörg, og skyldu menn, sem ekki eru í rónni fyrr en þeir hafa komið út 20 bindum, hugleiða þetta. Við leituðum að skáldum eins og saumnál og fundum fleiri, og eru sum sögð hafa dáið úr sulti, en önnur hjarað, en flest urðu að engu, gerðu annað- hvort aldrei að fæðast eða dóu ófulburða eða nýfædd, grétu, grétu og grétu, og heyrist gráturinn enn upp úr leiðum og ofan úr holtum, og eitt orti vísuna: Móðir mín í kví, kví .. . en bezt orti það hið fyrirkomna skáldbarn, sem kvað vísu þessa: Eg er skjótur eins og valur / undirförull sem kjói, / föðurland initt er Flókadalur, / fæddur er ég á Mói. Þjóðskáld hefði hann orðið. Að prestum gerðum við ekki mikla leit, og er það verkefni óleyst, jafnvel Ásgrímur Hellnaprestur heyrðist ekki nefndur, svo frægan sem Espólín hefur annars gert hann. Séra Árni á Stórahrauni var ofarlega í minningunni, enda lét hann skrifa fyrir sig sex bækur og kosta til þess mörgum árum, gerði hann enda Snæfellinga fræga. Eða var hann látinn láta skrifa fyrir sig? 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.