Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 127
Skammdegið í Tékkóslóvakíu 1974 Við gerðum því árið 1968 tilraun til að skapa sósíalisma með mannlegu yfirbragði. Eg hef aldrei verið sannfærðari en nú um það að þessi tilraun var nauðsynleg. Og hún hafði alla möguleika á því að lieppn- ast enda var hún studd af meirihluta þjóð- arinnar. Það sannaðist áþreifanlega þegar ekki dugði minna en hálf milljón útlendra hermanna til að drepa hana niður. En í eldmóðinum við að hyggja þjóðfélag okk- ar að nýju, höfum við eftilvill vanrækt vissar liliðar á alþjóðapólitíkinni, ekki tekið nægilegt tillit til skiptingar heims- ins í áhrifasvæði og legu Tékkóslóvakíu á landabréfinu. Það kann að vera lærdómsríkt til skiln- ings á þróun mála í Austur-Evrópu al- mennt að rifja upp hver vandi okkar var. Það hafði verið efnahagslegt hnignunar- skeið og pólitísk kreppa í landinu. Við stóðum andspænis tveimur kostum. Annar var fólginn í hægfara umbótum sem yrði komið á með valdboði ofan frá. Oftast hefðu umbæturnar þá verið tæknilegs eðlis og þeim hefðu verið sett alveg ákveðin takmörk. Eigi að síður hefði þetta haft í för með sér talsvert frjálsræði, svipað því sem viðgengist hefur í Ungverjalandi og Póllandi. Hinn kosturinn var lýðræðisleiðin eða með öðrum orðum: óheftur sósíalismi. Þá hefði almenningi leyfst að taka virkan þátt í því að koma umbótunum á og fara með valdið í þjóðfélaginu. Kórvilla Dubceks var sú, að hann gerði það ekki upp við sig í tíma hvora leiðina bæri að fara. Auðvitað var síðari leiðin sú eina rétta og ég er sannfærður um að unnt hefði verið að afstýra hernaðaríhlut- un af hálfu Sovétríkjanna ef við hefðum stuðst í nægilega ríkum mæli við herinn og verkamannasveitirnar. Sovétleiðtogarnir gerðu innrásina vegna þess að þeir óttuðust smitnæmi frá Prag, héldu að fordæmi okkar drægi úr trúverð- ugleikanum á skrifræðið í stjórnaraðferð- um þeirra sjálfra. Þó skelfdust þeir eftil- vill enn meir tilvist verkamannaráðanna, efnaliagslegar umbætur og mismunandi skoðanahópa innan sjálfs flokksins, en það boðaði almennt tjáningarfrelsi í land- inu. Hins vegar fullyrði ég að við ætluðum aldrei að framleiða tékkóslóvaska gerð af sósíalismanum til útflutnings. Okkar grundvallar-afstaða var þvert á móti sú að hvert land skyldi velja sína eigin leið og taka þar mið af eigin reynslu sinni og hefðurn. Við innrásina í Tékkóslóvakíu varð sósíalisminn fyrir miklu áfalh. Nú orðið er meirihluti fólks heima farinn að vé- fengja marxismann-lenínismann. Þegar menn sjá að sósíalískt ríki - sem á að vera - hegðar sér eins og heimsvaldasinn- að stórveldi, hlýtur efinn að fara að grafa um sig. Fólk spyr spurninga, sérstaklega unga fólkið, sem það fær engin svör við nema í gegnum opinberan áróður sem ekki sannfærir neinn. Leiðtogarnir sjálfir eru ekki lengur sömu ofsatrúarmennirnir og kringum 1950. Þeir játa það sín í milli og í einrúmi að þeir trúi ekki lengur sjálf- ir á marxismann-lenínismann. Þeir eru orðnir menn þægindahyggju og hundings- háttar sem sætta sig við veruleikann, sov- éskt hernám. Ég held það séu engar ýkjur að fullyrða að 80-85% þjóðarinnar eru á móti núver- andi stjórnarháttum. Þeir sem hafa valdið í sínum höndum eru ásamt hjálparkokk- um sínum í mesta lagi 10-15%. Virkrar andstöðu gætir hjá 20-30% þjóðarinnar. Meirihlutinn hugsar um það eitt að kom- ast af án þess að skipta sér af neinu - hvað skyldi fólk reyna að breyta því sem óumbreytanlegt er - og þar af stafar hið almenna kæruleysi. Ef minnsta óánægja 253
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.