Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 128
Tímarit Máls og menningar brytist út, væri hún umsvifalaust bæld niður af sovéska hernámsliðinu, en það er um 100-120 þúsund manna, dreift um gervallt landið. 011 þau vandamál sem lágu „vorinu í Prag“ til grundvallar eru enn til staðar, þau hafa ekki verið leyst heldur aðeins skotið á frest. (Pelikán er spurður hvernig „normalí- seringin" gangi í Tékkóslóvakíu, en vald- hafar þar kalla að þjóðfélagsástandið verði aftur „normalt" eða eðlilegt þegar búið er að kæfa þjóðfélagsáhuga fólks, þurrka út sósíalíska vitund í verkalýðs- hreyfingunni og meðal menntamanna, þagga niður hverja einustu rödd um eigin leiðir tékkóslóvösku þjóðanna og brjóta á bak aftur allt frumkvæði almennings um samvirkar aðferðir til fegurra mannlífs). Það eru nokkur stig í þeirri þróun. Fyrst var sagt við fólk: „Veitið okkur ráð- rúm og sýnið okkur traust. Við vitum að allt er þetta nógu djöfullegt í bili en höf- um biðlund, verum svolítið þolinmóð.“ Þegar fólki tekur að leiðast biðin er bætt við; „Það verður að leita milliveg- ar. Vitanlega var þessi og þessi í góðri trú en hann gekk of langt. Það er óhjá- kvæmilegt að fjarlægja svoleiðis menn um stundarsakir. En verið róleg og gerið okk- ar óskemmtilega verkefni ekki of örðugt viðfangs." Síðar kemur að því stigi að leitað er þeirra ábyrgu: „Vandræðagemlingarnir - það eru menntamenn, blaðamenn. Þeim hefur verið haldið uppi á liáum launum fyrir að spinna upp alls kyns dellu.“ Slík- ar ásakanir finna alltaf ákveðinn hljóm- grunn hjá almenningi. I skjóli þessa er komið upp ritskoðun „um takmarkaðan tíma“ en hún er látin haldast von úr viti. Og þá er tekið enn eitt skref. Fólk skal viðurkenna í orði að að sovéska innrásin hafi verið hrein nauðsyn eða tapa vinnu ella. Undirskilið er þetta: „Þið þurfið ckki að trúa því sjálf, þetta er einbert formsatriði til þess að friða Sovétríkin." Þegar menn hafa einu sinni sagt eitt- hvað sem þeir vita að er rangt, verða þeir smám saman samdauna valdinu sem þeir eru að játast undir. Ósjálfrátt tengjast þeir valdstjórn ríkisins og þeim tekur að standa ógn af breytingum. Þeir verða and- lega niðurbrotnir menn og búa ekki leng- ur yfir siðferðisþreki til andspyrnu. Og svona á þetta að ganga niður allan virðingarstigann, hjá ríkinu, í stofnunum þess, í verksmiðjum. Yfirmaðurinn á að játa á undan, liann hefur líka stöðu að tapa, síðan kemur röðin að undirmönnun- um. Sá sem yfir einhvern er settur skal heimta varajátningu af hverjum undir- manna sinna að viðlögðum brottrekstri. Þetta sama fólk á kannske börn sem ætlað er að ganga menntaveginn. En sá vegur stendur ekki opinn í samræmi við fyrri árangur í námi heldur er dæmt eftir stigum sem gefin eru samkvæmt „félags- legum uppruna" eða pólitískri hegðan foreldranna. Þá er kennurum uppálagt að leggja eyrun við skrafi barnanna. Það er engin furða að farið er að segja sem svo við barnið eða unglinginn: „I skólanum verðurðu að segja þetta eða hitt, en þú veist að hérna heima segjum við þveröfugt við það.“ Þetta tvöfalda siðgæði sem unglingar alast upp við þróar í þeim nokkurs konar geðklofa. Þegar niðurrifsstarfsemin er komin svona langt, getur það skeið hafist sem einkennist af kúgun með lögregluvaldi. Hverjum þeim sem ekki vill beygja sig skal refsað. Og þá er atvinnusvipting besta ráðið. Nú er ríkið vitanlega eini atvinnu- veitandinn og þá þýðir þetta það að mað- urinn fær hvergi neina vinnu. Nema hann fái 2-3ja ára náðarfrest til að vinna ein- 254
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.