Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 129
Skammdegið í Tékkóslóvakíu 1974
hver störf langt fyrir neðan hans starfs-
menntun, en þó því að'eins að hann beygi
sig. Ýmsir hlíta því af því þeir eiga konu,
börn, þurfa að greiða húsaleigu.
Eg get borið um það að betra var að
vera fangi á striðsárunum, auðveldara að
vera hetja andspænis dauðanum en halda
fullri reisn gagnvart þessum smáu nístandi
erfiðleikum hversdagslífsins, - standa sig
gagnvart óvini sem aldrei verður komist í
návígi við.
Og þeir sem ekki láta undan verða fyrir
alls konar kárínum: Það er opnaður hjá
þeim póstur, símtöl eru hleruð, lögreglan
tekur þá til yfirheyrslu hvað eftir annað,
og að lokum eru þeir teknir fastir og
dæmdir til fangavistar.
Við höfum hundruð af skjallegum sönn-
unum fyrir þessu og höfum birt hluta af
þeim hér í Vestur-Evrópu í bókinni „Prag
talar".
Framar öðrum verða gamlir kommúnist-
ar og gamlir sósíalistar fyrir barðinu á of-
ríkinu. Beitt er föstum handtökum en um
leið notaðir silkiglófar. Þannig á að fara
að þegar brjóta skal heila þjóð á bak aft-
ur án þess að úthella blóði.
Það er auðvelt að nefna dæmi. Prchlik
hershöfðingi var 1970 dæmdur til 3ja ára
refsivistar fyrir að hafa á blaðamanna-
fundi hvatt til ákveðinna breytinga hjá
Varsjárbandalaginu, en þeim var skömmu
síðar komið í kring að hluta. Blaðamað-
urinn Lederer situr í 2 ár í fangelsi fyrir
að rita tvær greinar þar sem hann gagn-
rýndi afstöðu Gomulku til stúdenta, en sú
afstaða er einmitt opinberlega fordæmd í
Póllandi nú.
Rithöfundurinn Skutina fékk 4 ár fyrir
handrit að sjónvarpsþætti sem aldrei var
fluttur. Sagnfræðingurinn Jan Tesar er 6
ár inni á þeim forsendum að hann hafi
samið dreifiblöð sem hafi hvatt fólk til að
sitja hjá við kosningar, en réttur til að
fara ekki á kjörstað er viðurkenndur í
stjórnarskránni!
Þeir óttast jafnvel þá dánu. Osku Smr-
kovkýs sem lést í janúar 1974 var dreift í
vindi svo að ekkert væri eftir af honum,
og ekki fékk stúdentinn Jan Palach, sá
sem framdi sjálfsmorð með því að kveikja
í sér, að liggja kyrr. Jarðneskar leifar
hans fjarlægði lögreglan úr grafreitnum í
október 1973.
En hörmulegasta hlið „normalíseringar-
innar“ er sú hvernig andlegt líf hefur ver-
ið drepið í dróma. Framþróun þjóðfélags-
ins hefur beinlínis verið stöðvuð. Ekki eru
til neinar tölur um þær bækur sem ekki
hafa verið samdar, um kvikmyndir sem
ekki hefur verið haldið áfram, um hug-
myndir sem hafa fallið fyrir ofurborð, um
ráðagerðir sem hafa gufað upp.
Þegar 45 ára gamall vísindamaður er
rifinn upp með rótum og honum meinað-
ur aðgangur að sérgrein sinni í 5 eða 10
ár, er ferli hans að fullu lokið. Hann get-
ur ekki unnið upp tapið síðar.
Ástandið í menningarmálum er mjög
þungbært og það mun hvíla sem farg á
tékkóslóvösku þjóðunum kynslóðum sam-
an. Ekki að ófyrirsynju komst Aragon svo
að orði að þetta væri „Bíafra andans".
Hjalti Kristgeirsson þýddi og endursagSi.
255