Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 132
Tímarit Máls og menningar hefur farið vel úr hendi fésýsla, en annars kemur naumast fram, hve þessi umsvif hafa verið snar þáttur í lífi hans. Betri heildarmynd af stjórnmálabaráttu Skúla hefði og fengizt ef meira hefði ver- ið birt af „gagnrökum“ andstæðingablaða (að svo miklu leyti sem rök koma þar við sögu) Þjóðviljans. En þessi aðfinnsla á það sammerkt við aðrar, að það heíði sprengt þann ramma, sem höfundur setti verkinu í upphafi. Enn mætti finna að því, hve frásögnin er hlutlæg og sagnfræðileg, ef svo mætti að orði kveða. Gaman hefði verið, ef til- raun hefði verið gerð til gagnrýnni skoð- unar á stjórnmálaferli Skúla og krufningar á persónuleika hans, í stíl við ævisagnarit- un brezkra sagnfræðinga eins og Lytton Strachy (Eminent Victorians), svo að nafn sé nefnt. Það olli mér t. d. nokkrum heila- brotum sem Þórður læknir, hróðir Skúla, segir í bréfi til Þorvalds (II. bls. 516-517): „Það sem orðið hefði Skúla að fjörtjóni, væri langvarandi magakvilli, sem svo hefði valdið hjartaveiklun. Hann liefði fundið til þessa veikleika, meðan Skúlamálið stóð sem hæst, og ævinlega verið veill síðan. Það bætti ekki um, að liann hefði um það leyti farið að nota ópíum meira en góSu hófi gegndi, og notað það meira eða minna síðan.“ Ekki ætla ég að gefa í skyn að Skúli hafi verið „dópisti", en gæti þetta e. t. v. skýrt undarlega liegðan hans í sum- um tilvikum, svo sem Rúðuförinni og hréf- ið í Evening News í Edinborg, og þá ein- rænu hans, sem svo mjög ágerðist með ár- unum. Það er hins vegar til of mikils mælzt af góðum sagnfræðingi, að honum sé jafn- framt léð sú list að gera persónukrufningu á viðfangsefni sínu. Þó svo slíkt geti auk- ið og dýpkað myndina, ef vel tekst. Enda hygg ég að sannmæli sé, að þrátt fyrir vönduð sagnfræðileg vinnubrögð og ítar- lega könnun og úrvinnslu heimilda, hefur Jóni vart tekizt að ná því eftirsótta marki ævisöguritara, að láta manninn stíga fram af spjöldum sögunnar ljóslifandi. Verk Jóns Guðnasonar er því fyrst og fremst sagnfræði, sem takmarkast við heimildir sínar og ætlar sér ekki það hlut- verk að skyggnast undir yfirborð hlutanna. Sem slíkt er það lýtalítið, skrifað á lát- lausu og góðu máli, laust við mælgi og útúrdúra. En það vill gjarnan svo fara, þegar ritaðar eru ævisögur einstakra manna, að mynd þeirra fái ýkt hlutföll, vegna þess að umhverfislýsinguna skortir. Þannig fór með forvera Skúla sem þing- manns ísfirðinga, Jón forseta, þar til Lúð- vík Kristjánsson fyllti upp í baksviðið með hinu mikla ritverki sínu um mannlíf við Breiðafjörð og Vestfirði sunnanverða á tímum Jóns og skeiðinu næst á undan. Með því varð ljóst, að Jón Sigurðsson var ekki að öllu leyti svo mjög á undan sinni samtíð, sem ýmsir vildu vera láta, heldur í nánum tengslum við samtíð sína og sam- tíðarmenn, örvaður af þeim og örvandi fyrir þá. Hans evrópska sýn - eins og Skúla síðar - varð að fara í gegnum deiglu praktískra viðfangsefna kjördæmis- búa og landsmanna allra. Megi þetta verk Jóns Guðnasonar um Skúla Thoroddsen verða til þess að ísa- fjarðarsýslur eignist sinn Lúðvík Krist- jánsson til að lýsa upp baksviðið og skýra betur, hvað til þess varð, að um áratugi voru Vestfirðir í fararhroddi pólitískrar sóknar íslenzkrar alþýðu og lögðu kynslóð fram af kynslóð til marga fremstu forystu- menn samtaka hennar. Eg tel ólíklegt það, sem oft heyrist, að skýringarinnar sé að leita í skapgerð Vestfirðinga. Hitt finnst mér öllu sennilegra, að hið félags- og efna- hagslega mynstur þar vestra hafi á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þeirri 20., verið með þeim hætti, að þar áttu velvak- 258
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.