Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 144
Eftirmáli 35. árgangs Ekki munu allir á einu máli um það hvernig skuli gera tímarit úr garði, né hvaða að- ferðir henti bezt við að setja þau saman. Ein kenning segir að tímarit eigi einkum og sér í lagi að vera samkomustaður höfunda, og þau muni reynast því betri sem ristjórnin láti minna á sér bera. Onnur kenning mælir með því umfram allt að ritstjórn hafi „fast taum- hald“ á riti sínu, og getur sú aðferð þá allt eins snúizt upp í það sem Ameríkumenn nefna „rewriting“. Til eru þeir sem álíta að efni almenns tímarits verði allt að höfða til allra lesenda þess, og má þá vænta þess að ritstjórn verði í reynd að búa sér til einhvern meðaltalsmælikvarða til að leggja á það efni sem lesendum er boðið. Aðrir rnunu telja að ekki sé einskisvert að birta merkilegt efni, þó að það kunni, að minnsta kosti unt sinn, að höfða aðeins til lítils liluta lesenda. Til tímarita sem sinna bókmenntum virðist stundum gerð sú krafa að þau birti aðeins skáldverk eftir „viðurkennda höfunda"1 og víst er um það að margir lesendur reiðast óþekktum höfundum. En þar á móti kemur sú trú að bókmenntir (ef allt er með felldu) hafi ekki náð lokapúnkti sínum með verkum „viðurkenndra höfunda", og tímarit eigi líka að vera sá vettvangur þar sem ókunnir höf- undar geti prófað ókunnugleg verk sín fyrir dómstóli lesenda, jafnvel þó það kunni að reyna nokkuð á þolrif lesendanna. En hvað sem þessum ágreiningsefnum líður er víst, að ágæti tímarits hlýtur að fara eftir ágæti þeirra höfunda sem í það rita. Þá skiptir ekki öllu máli, hvort tímarit er gert út af samstilltum hópi höfunda með sameiginleg stefnumið - estetísk, félagsleg, fræðileg - ellegar hvort það er sá óformlegi samkomustaður höfunda sem minnzt var á að framan. Fyrri kosturinn kann að vísu þegar til lengdar lætur að leiða til akademískrar storknun- ar eða klíkukerfis, en ýmsir mundu líklega grilla nokkra hættu á stefnuleysi og léttúð ef síðari kosturinn er tekinn. Vart verður það hrakið að nokkur vandkvæði séu á því að gefa út alrnenn tímarit á Is- landi. Sá vandi mun steðja að jafnvel þó tveir hættulegustu þröskuldarnir séu yfirslignir og tekizt hafi að útvega tímariti áskrifendur og ritstjórn næði til að vinna verk sitt. í tímaritasögu íslendinga má víst löngum greina tvo fasta þætti, tvo agnúa: fábreytni og formfestu. Það sem ekki er sögulegt og skáldlegt á ekki upp á pallborðið hjá oss. Að leitast við að ná fræðilegum tökum á veruleikanum er fáum keppikefli. Enn í dag má heimfæra upp á íslenzkt menntalíf það sem Sigurður Nordal sagði um bókmenntirnar fyrir nærri hálfri öld: „Því verður ekki neitað að íslenzkar bókmenntir eru ennþá fátæk- legar að efni ... Ytri ástæður smækka söguefnin og persónurnar, í bókunum eins og í reyndinni." (Vaka II, 89.) Þetta á líka við urn tímaritin að breyttu breytanda. Rígnegl- 1 „Die jungen Dichter ... man darf zu ihrer Aufmunterung nichts tun,“ sagði Goethe. 270
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.