Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 18
fyrir 50 árum jafnvel þótt þær séu fullkomnar og stórkostlegar í sjálfu sér. Því að fólkið hefur breyst og tíminn er nýr. Það er ekki hægt að herma eftir, þó að hluturinn sjálfur sé óbreytanlegur. Rithöfundar verða að hringa sig í miðju tímans. Ég held að ég skrifi ekki gamaldags bækur, en það er ekki af því að ég hafi kynnt mér sérstaklega bækur sem eru formpælingar af nýja skólanum. Svona lagað liggur í tímanum og sá sem skrifar verður á einhvern hátt að höndla tímann. Ef ég horfi á þetta utanfrá gæti verið að mín aðferð til að tengja mig við tímann væri sú að vera á flandri — að ég reyni með því að ná í skottið á tímanum. Ég held líka að ísland sé í öðru andlegu tímabelti en umheimurinn og þess vegna nauðsynlegt að komast héðan og kannski líka jafnnauðsynlegt að millilenda hér öðru hvoru, og komast upp í sveit um hásumar eða í skammdeginu þegar birtan eða dimman taka völdin af tímanum. Hvað er þér mikilvœgast í skáldskap? Þegar ég er að lesa skáldsögu geri ég þá kröfu að bókin sé á lífi — en bækur geta verið á lífi á margan hátt. Stundum er það textinn sem andar, stundum fólkið, og þegar best lætur eru allir þættir sprelllifandi, á mörgum plönum. Svo finnst mér nákvæmni í orðanotkun skipta máli. Og skýrleikinn. Það er ekki nóg að textinn sé skýr heldur verður formið sjálft að vera skýrt. Formið getur verið flókið og skrýtið og einhvernveginn, en það verður samt að vera klárt. Á sama hátt ef þú dregur upp mynd af einhverju þá veltur allt á því að lesandinn sjái hana. Ef höfundur dregur upp þokukennda mynd af því sem hann er að lýsa (ég er að tala um hreina sjónræna hluti), þá dofnar áhugi lesandans. Það er þetta sem er stundum kallað að gæða hlutina lífi. Jafnvel torskilin skáld eru skýr í sínum óskiljanleika ef þau eru góð. Tokum bara James Joyce, þessi ótrúlega hnitmiðun í núönsum í orðanotkuninni hjá honum. Sama hjá Halldóri Laxness sem er auðvitað ekki óskiljanlegur en hann notar orðin á óskiljanlega klever hátt. Sjálf hef ég ekki áhuga á að skrifa fallegt mál í sígildum skilningi, heldur vildi ég skapa eitthvað nýtt úr tungu- málinu og teygja það eftir mínum þörfum. Án þess að misþyrma því þó. Málefnalegur húmor Segðu mérfrá húmornum. Svo mikið er víst að ég sest ekki niður og hugsa með mér að ég ætli að skrifa bullandi fyndna bók, en ég er á sömu skoðun og Milan Kundera að skáldsag- an og hláturinn séu samofin. Skáldsagan hlýtur alltaf að vera einhverskonar 16 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.