Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 23
endanum að vera skrifuð með lesendur í huga, hversu langt í burtu sem þeir kunna að vera meðan á ritferlinu stendur. Skiptir það þig máli hvernig viðtökur bækur þínarfá? Viðbrögð almennra lesenda koma meira við mig en gagnrýni í fjölmiðlum, svona yfirleitt. Lesandinn er ekki í neinum stellingum þegar hann segir meiningu sína, það er bara tveggja manna tal, og ekki öðrum ætlað. Svo er stöku gagnrýnandi sem skrifar þannig að það hittir höfundinn beint í hjartastað. Hvað með íslensku bókmenntaverðlaunin sem þérvoru veitt fyrr á árinu? Það var mjög gleðilegt fyrir mig að fá íslensku bókmenntaverðlaunin. Verð- laun eru ein leið til þess að gera bókmenntum hátt undir höfði, svo ég er hlynnt slíkum verðlaunaveitingum ef vel er að þeim staðið. Auk þess sem svona tildragelsi yljar manni hefur það þá þýðingu að vera nokkurs konar gæðastimpill. En sá sem skrifar bók veit vel að það breytir engu um bókina hvað um hana er sagt eða hvort hún fær verðlaun. Bókin er áfram sú sama í sjálfri sér. Nú hafa bœkur þínar, einkum Tímaþjófurinn, veriðþýddar á nokkur tungu- mál og hlotið afar jákvœðar móttökur, m.a. á Norðurlöndunum, í Frakklandi og Hollandi. Hverju breytir þaðfyrir þig? Það að fá hljómgrunn erlendis er öryggisatriði, bæði innra og ytra. Það eru svo mikil andleg þrengsl á íslandi að það er gott fyrir bækurnar manns að fá andrými í öðrum heimi þótt þær hljóti að gengisfalla í þýðingu. Það er líka ytra öryggisatriði að bækurnar komi út erlendis. Markaðurinn á íslandi er svo lítill og duttlungafullur að það er ekki hægt að reiða sig á hann. Sú búbót sem kemur að utan getur riðið baggamuninn um hvort höfundur lifir starf sitt af, í praktísku tilliti. TMM 1996:2 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.