Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 23
endanum að vera skrifuð með lesendur í huga, hversu langt í burtu sem þeir
kunna að vera meðan á ritferlinu stendur.
Skiptir það þig máli hvernig viðtökur bækur þínarfá?
Viðbrögð almennra lesenda koma meira við mig en gagnrýni í fjölmiðlum,
svona yfirleitt. Lesandinn er ekki í neinum stellingum þegar hann segir
meiningu sína, það er bara tveggja manna tal, og ekki öðrum ætlað. Svo er
stöku gagnrýnandi sem skrifar þannig að það hittir höfundinn beint í
hjartastað.
Hvað með íslensku bókmenntaverðlaunin sem þérvoru veitt fyrr á árinu?
Það var mjög gleðilegt fyrir mig að fá íslensku bókmenntaverðlaunin. Verð-
laun eru ein leið til þess að gera bókmenntum hátt undir höfði, svo ég er
hlynnt slíkum verðlaunaveitingum ef vel er að þeim staðið. Auk þess sem
svona tildragelsi yljar manni hefur það þá þýðingu að vera nokkurs konar
gæðastimpill. En sá sem skrifar bók veit vel að það breytir engu um bókina
hvað um hana er sagt eða hvort hún fær verðlaun. Bókin er áfram sú sama í
sjálfri sér.
Nú hafa bœkur þínar, einkum Tímaþjófurinn, veriðþýddar á nokkur tungu-
mál og hlotið afar jákvœðar móttökur, m.a. á Norðurlöndunum, í Frakklandi
og Hollandi. Hverju breytir þaðfyrir þig?
Það að fá hljómgrunn erlendis er öryggisatriði, bæði innra og ytra. Það eru
svo mikil andleg þrengsl á íslandi að það er gott fyrir bækurnar manns að fá
andrými í öðrum heimi þótt þær hljóti að gengisfalla í þýðingu.
Það er líka ytra öryggisatriði að bækurnar komi út erlendis. Markaðurinn
á íslandi er svo lítill og duttlungafullur að það er ekki hægt að reiða sig á
hann. Sú búbót sem kemur að utan getur riðið baggamuninn um hvort
höfundur lifir starf sitt af, í praktísku tilliti.
TMM 1996:2
21