Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 27
Gyrðir Elíasson Blindi ritsnillingurinn Rússneska skáldið Vladimir Korolenko skrifaði á sínum tíma bók sem þýdd var á íslensku undir heitinu Blindi tónsnillingurinn. Með hliðsjón af því er valinn titill á þessar línur um rithöfundinn Skúla Guðjónsson frá Ljótunn- arstöðum í Hrútafirði: hann skrifaði bækur sínar eftir að hann var orðinn blindur, og ég held að það sé tæplega ofmælt að hann hafi verið rzísnillingur, þó fáir kunni að þekkja verk hans nú. Hann var fæddur 30. janúar 1903 á Ljótunnarstöðum, og þar var hann lengst af síðan, stundaði búskap, jafnvel effir að blindan sló hann, og skrifaði — greinar um allt milli himins og jarðar og minningar af lífsleið sinni, sem eftilvill var fábrotin á ytra borði, en því fjölþættari hið innra. Hrútafjörður er líklega nokkuð undarlega settur í hugum margra nú til dags; þar er sá alræmdi Staðarskáli, og menn fara þarna í gegn í fljótheitum, sjá ekki margt svona í sjónhending, og einhver hefði kannski sagt heldur tómlátlega að varla byðist hentugri staður til að verða blindur á. En hvað sem allri kaldhæðni líður býr Hrútafjörður yfir sinni sérstæðu fegurð, sem lætur ekki mikið yfir sér, er ekki hönnuð fýrir póstkort, en vinnur á. Þetta fann Þórbergur þegar hann var að eltast við Elskuna sína á þessum slóðum forðum daga, þó hann væri að vísu fyrst og fremst á höttunum effir „nátt- úrufegurð“ af öðrum toga —. En af því hér er til umræðu sýn og blinda, er óhætt að segja að glöggt sé gests augað; einhvern tíma var mér sagt frá dönskum hjónum sem heimsóttu hingað íslenskan vin sinn, hann fór með þau um allt land, offast nær í blíðskaparveðri og landið í sínu fínasta sumarpússi. En dönsku hjónin létu sér fátt um finnast — þar til þau komu í Hrútafjörð. Þá lyftist á þeim brúnin, og þegar þau svo sendu þessum vini sínum jólakort, stóð „den dejlige Hrutefjord“ upp úr íslandsdvölinni. Skúli var samgróinn sínum átthögum, og kannski hugsaði hann ekki svo mikið um að þeir væru dásamlegir, en þarna var hann upprunninn, þarna var hans staður. Hann var lifandi dæmi um tryggð sem nú þykir úrelt. Þessi heldur efnalitli bóndi, sem varði megninu af því fé sem hann hafði aflögu til bókakaupa meðan honum gaf sýn, en varð svo að láta sér nægja að strjúka bókakili eftir miðjan aldur og hlusta á útvarp í eilífu rökkri norður TMM 1996:2 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.