Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 39
Fyrsta viðbragðið var að skorast undan, en hann gat það ekki. Slíkt hefði verið smekklaust og bent til óeðlilegs veikleika í fari hans. Hann tók verkefnið að sér og brá sér í vikuferð til íslands. Þegar hann heyrði við lendingu að flugfreyjan sagði: „Velkomin heim“ mundi hann að hann hafði oft saknað svipaðs á öðrum stöðum í heiminum, að farþegar væru boðnir velkomnir heim. Hann tók þetta ekki til sín og leit svo á að hann ætti ekki heima á einum stað fremur en öðrum, líkt og flestir nútímamenn. Það hittist þannig á að veðrið var eins og að haustlagi, þótt á útmánuðum væri. Honum varð skemmt þegar það rann upp fyrir honum að þegar hann var barn voru engar árstíðir með sérstakt veðurfar heldur það sem fólk kallaði umhleypinga og hann hugsaði með sér að hann væri „umhleypingur“ í lífinu. Fyrstu dagana leit hann á allt með samblandi af tortryggni og söknuði. Hann fann fátt af því sem hann hafði horfið frá en datt ekki í hug að leyfa sér ljúfsárar minningar. Þær gilda ekki í tískunni, smekkvísin hefur tamið hana. Ef hún á eitthvað skylt við aðrar listir á hún mest sameiginlegt með málaralistinni. Föt, en einkum skraut- klæðnaður, hafa frá fyrstu tíð verið ríkur þáttur í henni og stundum helsta viðfangsefni málara. En maður varð að vara sig á skrautinu sem er vandmeðfarið og má aldrei vera kjarni málsins. Skraut er utan á efninu og á aðeins að benda til þess að eðli fegurðarinnar leynist á bak við eða fyrir utan það. Við heimkomuna hafði hann hvorki leitað í hús til ættingja né fyrrum vina heldur fengið sér herbergi á Hótel Borg; þar hafði hann dreymt um að geta gist í æsku. Nú lét hann það rætast en varð fyrir vonbrigðum í kyrrðinni fyrstu nóttina. Hótelið var uppgert, gert óeðlilega fínt og gamalt, svo næsta morgun leitaði hann að öðrum stað og fann herbergi á gistiheimili hjá lipurri konu og manni sem var auðsæilega ofaukið. Þegar hann skrifaði nafnið í gestabókina á gang- inum leyndi hann starfi sínu með því að strika i reitinn og vafði ljósmyndavélinni inn í handklæði og faldi hana með öðrum græjum niðri í læstri tösku ef hann fór út án hennar, viss um að maðurinn eða konan mundu freistast til að líta kringum sig í herberginu og gá í farangurinn til að athuga hver hann væri. Á rölti sínu rakst hann ekki á myndefni sem hægt væri að hafa fyrir bakgrunn þess sem er heillandi og fráhrindandi, sígilt en hverfult eins TMM 1996:2 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.