Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 41
að hann átti að bjóða öllum á dýran veitingastað, líklega í Perluna, því ein mágkonan lagði hart að honum: „Úr því þú ert kominn verðurðu að sjá Perluna!“ Síðan lýsti hún, líkt og einni af furðum veraldar, að Perlan snúist í einn hring, ef borðuð er venjuleg máltíð, en tvo ef maður fær sér fordrykk og koníak eftir matinn. „Til þess að það svífi fljótt á mann,“ sagði yngsti bróðirinn í gamni en um leið hreykinn. Þegar engin viðbrögð sáust hjá honum kom skilningsleysi í augu systkinanna og kannski vöknuðu efasemdir um að hann væri eins auðugur og þau höfðu haldið, úr því hann ætlaði ekki að slá um sig til að sanna velgengni sína. Nú fannst þeim líka skrýtið að hann skyldi hvorki vera klæddur né klipptur eftir nýjustu tísku og bræðurna setti hljóða þegar hann kvaðst búa í gistihúsi. „Hvers vegna ertu þá að koma heim?“ spurði eiginkona elsta bróð- urins afar hissa. „Svo ég losni einu sinni við að þurfa að gista á fimm stjörnu hótelum,“ svaraði hann kuldalega og fann að hann hafði ekkert að sækja til þessa fólks. Bræðurnir fóru undan í flæmingi við spurninguna, hvort enn væri hægt að fá sömu gærufóðruðu úlpurnar sem allir gengu í þegar hann fór. „Ég hélt þú tylldir í tískunni,“ svaraði elsti bróðirinn og tók hann af dagskrá með því að fara að segja frá hneykslismáli fréttastjóra, sem hann hafði hvorki áhuga á né þekkti, en aðrir urðu æstir og sögðu að þetta væri orðið eins og í Bandaríkjunum nema hér vantaði raunveru- lega peninga. Daginn eftir ákvað hann að taka bílaleigubíl og aka úr bænum. Hann tók með sér myndavélina og langaði að taka myndir af fólki sem sæti dauðyflislegt við borð hjá glugga eða inni í stofu undir útskorinni hillu í horni. í þessu sambandi mundi hann eftir einum móðurbróður sínum, gömlum manni sem bjó einn. Hann reyndist vera hvorki með né móti því að láta ljósmynda sig. Þetta kannaðist hann við hjá sjálfum sér, deyfðina sem lét flest yfir sig ganga, án þess að leyfa öðrum að ryðjast beinlínis inn á sig. Honum varð skemmt við þá hugsun að hann væri líka einbúi í starfsgrein sinni og spurði um annan móður- bróður, bónda sem bjó ekki langt í burtu en nær sjónum. TMM 1996:2 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.