Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 42
„Ég held hann sé þarna, ég hef að minnsta kosti ekki ennþá heyrt dánartilkynninguna,“ sagði gamli maðurinn önugur. Hann fór líka til hans og var boðið kaffi í fremur óhreinum bolla með stórri rós. Maðurinn lék fyrir hann lagið Nú blika við sólarlag sœdjúpin köld. . . eins og þegar hann var barn og kom með móður sinni til að hlusta á munnhörpuna. Móðirin tók ekki undir í þetta sinn, en hann heyrði sönginn innra með sér og fann handtak hennar á meðan. Maðurinn lék lagið, hvað eftir annað, og ætlaði aldrei að hætta. Hljómurinn var hálfbrostinn og barst í stuttum gusum undan snöggu gripi varanna, líkt og við örvæntingarfulla kossa. Hann tók mynd af þessu, varð annarlegur og hugsaði hvort varirnar hefðu nokkurn tímann kysst annað en munnhörpuna á langri ævi og að áhrifin frá laginu hefðu lítið breyst frá því hann var barn. Allt í einu skaust þá upp í hugann sýningarstúlka sem missti annan handlegginn í bílslysi á leið með honum til myndatöku. Hún hafði ekki kveinað, en röddin varð hás þegar handleggurinn var laus frá líkamanum, og hún hvísl- aði: „Nei, þetta getur ekki gengið.“ Svo kom aftur yfír hana köld rósemd stílsins og hún var flutt í sjúkrahús. Læknunum mistókst að græða handlegginn á hana, en hún hélt áfram að sýna og það jók harmsögulega fegurð hennar og tign að önnur ermin flögraði tóm þegar hún gekk um og sveiflaði henni þannig að það sást að handlegginn vantaði. Stúlkan virtist njóta þessarar kaldhæðni þegar hún sýndi kvöldkjólana. Henni fylgdi vottur af skelfmgu og hún varð yfir annað hafin. Þetta tvennt er jafnan samfara mikilli fegurð. Meðan hann horfði á þetta í huganum tók hann nokkrar myndir af manninum með munnhörpuna en vissi að hann mundi aldrei fram- kalla eða prenta hvorki þær né aðrar myndir sem hann hafði tekið í heimsókninni. Það var óþarfi. Hann þekkti þær sem höfðu verið til í honum frá fyrstu tíð, vegna þess að góður ljósmyndari tekur aðeins mynd af eigin hugblæ í búningi annarra, einkum tískuljósmyndarinn sem er aldrei yfirborðskenndur. Það er sá eiginleiki sem laðar augu fólks að myndum hans. Hann sneri aftur til Reykjavíkur um kvöldið, tók saman föggur sínar, ákvað að fljúga til meginlandsins næsta dag, en sagði það ekki fyrr en konan vakti hann um morguninn. Það kom á hana en hún 40 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.