Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 81
öld. Þau má taka sem dæmi um sérhæfða menningarstarfsemi í nútímanum sem hafa með hvað rækilegustum hætti tekið á sig form stofnunar. Þannig hafa þau þó stefnt í gagnstæða átt. Annars vegar hefur öll tilvera og réttmæti lista sem sérstaks sviðs átt stöðugt meira undir högg að sækja. Svo rækilega virðist hafa verið grafið undan kröfunni um innbyggt sjálfstæði listaverksins að ekki verði úr bætt. Og sameiginlegur þrýstingur markaðsaflanna og dægurmenningarinnar er að brjóta hefðbundnar varnir listasviðsins á bak aftur. Hins vegar hafa vísindin — og þá sérstaklega náttúruvísindin — orðið æ torræðari. Þau eru farin að nota sérhæfðara tungumál og tækni en eru um leið orðin virkari þáttur á öllum sviðum félagslífsins og æ mikilvægari fyrir gangverk félags- og menningarstarfsemi af öllum toga. Hér stöndum við frammi fyrir þeim vanda hvernig koma megi heim og saman stöðugt rót- tækari aðskilnaði annarsvegar og æ kraftmeiri þátttöku hins vegar.2 í stuttu máli sagt virðist Hobsbawm leggja áherslu á fjölbreytnina á tuttugustu öld: gríðarlega fjölgun sögulegra möguleika, fjölda dæma um andstæður og átök vegna ólíkra viðbragða við þeirri fjölgun, og—að lokum — óöryggi frammi fyrir tilhneigingum og kostum sem gætu leitt til gjör- ólíkra en jafn nýstárlegra niðurstaðna. Ég ætla mér að bera þennan skilning á nýliðnum tíma og samtímanum saman við annan skilning sem er kenn- ingarsmiðum úr röðum félagsfræðinga vel kunnur enda hafa mikilvægir hugsuðir sett hann ffam á skýran og skilmerkilegan hátt. Ekki er víst að þessi skilningur sé eins kunnur meðal yngri sagnfræðinga. Hann endurómar í bók Hobsbawms, sérstaklega í niðurstöðukaflanum, þar sem hann ræðir ástand mannsins við lok aldarinnar. Hann dregur viðamikla greiningu sína saman í sláandi líkingu: staða afgreiðslumanns í stórmarkaði er hversdagsleiki mannsins við lok tuttugustu aldarinnar.3 Augljóst er hvað einkum er átt við: mjög svo hversdagslegar kringumstæður verða algild tákn alheimsvanda. Og svo nánar sé vikið að inntaki hennar, þá snýst málið um hald og traust fólks á tæknilegum búnaði sem er því flestu ævinlega óskiljanlegur, en felur um leið í sér áþreifanlega þekkingu og tryggir viðkomu mannlegs samfélags. Þessi greining kemur að sjálfsögðu kunnuglega fyrir sjónir: ummyndun skynseminnar í kerfi og tæki, samhliða því að vitundarveran sem stendur andspænis henni er dregin niður á æ einfaldara og frumstæðara svið er þema sem kemur ítrekað fýrir í tuttugustu aldar hugsun. Hún er oftast tengd verkum Max Webers. Og þó að sýn hans á upphaf og líklega stefnu tuttugustu aldarinnar hafi verið flóknari, eins og við munum komast að raun um, er þessi hugmynd í það minnsta hluti hennar: sigur „tilgangsskynseminnar" (Zweckrationalitát — markvísi), eða — svo notuð sé hefðbundin ensk þýðingarvilla — tæknilegrar skynsemi (instrumental rationality) mun færa völd til stórvirkra véla hins kapítalíska efnahagslífs, skrifræðisins og vísinda- TMM 1996:2 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.